Hlín - 01.01.1928, Síða 116
114
Hlin
Það eykst, og best þjer blessast einmitt þá,
og bætist við, því meira sem þú gefur«.
Ef kvöldvökulestrarnir legg-jast niður, fara fjölda-
margir, og þá einkum konurnar, sem oftast eru önnum
kafnar við heimilisstörf, á mis við þann fróðleik og þá
ánægju, sem þeir veita. — Unga fólkið týnir niður að
lesa, svo lestur geti heitið, og þeir unglingar, sem ekki
eru því fróðleiksfúsari, lesa ekki annað en ómerkileg-
ar skáldsögur, eða blátt áfram alls ekki neitt. — En
þar sem lesið er upphátt á kvöldin, venjast börnin
snemmia á að taka eftir og fylgjast með, og geri menn
sjer far um að velja góðar og göfgandi bækur, sann-
ast að miklu það, sem skáldið segir:
iLærdóm mestan, lífsins bestan skóla
heimaþjóðin á sjer æ
inni í góðum sveitabæ«.
En það sannast því aðeins, að lestrarefnið sje vel
valið. — Glæpasögur og fleira því líkt ætti aldrei að
lesa, síst fyrir börn og unglinga, og vitanlega getur
enginn haft gagn af slíkum lestri. — Við höfum líka
nóg annað til, íslendingasögurnar allar, fjölda af fögr-
um Ijóðum, og auk þess aragrúa af fallegum skáldsög-
um, innlendum og útlendum, sem margt má af læra.
Maður nokkur, sem lá á banasænginni, kallaði til sín
son sinn og bað hann að sækja sér vatn í körfu. — Pilt-
urinn fór, en kom aftur til föður síns og sagðist ekki
geta fært honum vatnið, því karfan væri tóm, áður en
hann kæmist á miðja leið. »Jeg bjóst heldur ekki við
því«, sagði faðir hans, »en sjáðu nú, hve karfan er orð-
in hrein«. — Eins er það með þig, ef þú venur þig á
að lesa góðar bækur, þú manst ekki alt, sem þú lest,
en sál þín verður hreinni og fegri.
Margt af því, sem börnin heyra og lesa, verður vega-