Hlín - 01.01.1928, Side 117
Hlín
115
nesti þeirra á lífsleiðinni. Ef vel er á haldið, leggja
kvöldvökulestrarnir mikið og gott efni í veganesti,
ungum og gömlum. Þeir göfga og gleðja og veita mörg-
um »sumar innra fyrir andann, þá ytra herðir frost
og kyngir snjó«.
Falleg þykir mér nýbreytnin, sem ungmennafjelagið
á Eyrarbakka hefur tekið upp (sbr. »Hlín«, 10. árg.
bls. 154). — Heyrt hef jeg, að fleiri sjóþorp hafi tekið
upp þann fagra sið, og vonandi verður þess ekki langt
að bíða, að hann verði almennur. — Vel sje þeim, er
fyrstir tóku upp þennan sið og vel sje öllum þeim, er
feta í fótspor þeirra. Eflaust leiðir hann mörg ung-
mennin, einkum í kaupstöðunum, á hollari brautir, en
þau ganga nú. — Það gleymist seint, sem hrífur barns-
hugann, og fátt hef jeg munað betur en smásögu eina,
er jeg las, þegar jeg var barn, í Almanaki Þjóðvinafé-
lagsins, nær því jafngömlu mjer. — Jeg hef mörgum
börnum skemt með því að segja þeim hana, og þó það
lengi dálítið þessar línur, get jeg ekki stilt mig um að
segja hjer efni hennar í sem fæstum orðum. — Sagan
heitir Grimsbakkmlysin.
Grímsbakki hjet bær einn á fslandi fjarri öllum
mannabygðum. — Hann lá undir fjalli einu skamt frá
sjó. Maður nokkur, að nafni Grímur, hafði reist sjer
þar nýbýli og ræktað fagurt tún framan í fjallshlíð-
inni. Bærinn hjet því Grímsbakki. — Grímur hafði
verið heppinn mieð nýbýli sitt og búnast þar vel. —
Þegar saga þessi gerðist, bjó þar sonur hans, Grímur
hinn yngri, búmaður hinn mesti, og talinn bjargvættur
sveitarinnar. Til hans var jafnan leitað, ef vanda bar
að höndum, sökum vits hans og vinsælda.
Uppi í hlíðinni bjuggu hrafnarnir í háum bröttum
kletti. — Hyldjúp gjá var öðrumegin við hann, og
slútti kletturinn fram yfir hana. — Þó þarna væri
8*