Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 119
fflin
117
han'n Magnús ríki í Fagradal«, sagði amma hennar;
hún hafði þekt hann á málrómnuml, þegar hann kallaði
til vinnumannsins. — Fremst reið drengur á fallegum
hvítum hesti. Hann var hrokkinhærður, rjóður í kinn-
um með snör, gáfuleg augu; hann hafði hatt á höfði,
og var í ljómjandi fallegum reiðfötum með spegilfögr-
um látúnshnöppum.. — Hann lítur út eins og kóngssyn-
irnir í æfintýrunum, hugsaði Helga, og horfði hug-
fangin á alla þessa viðhöfn. En þá kallaði fa,ðir hans
til hans: »Hlauptu af baki, Valdi litli, og kastaðu 3
steinum í ólukku dysina«. — Drengurinn gerði eins og
fyrir hann var lagt, og eins og' örskot var hann kominn
á bak aftur, og kallaði til Helgu: »Nú fer jeg, vertu
sæl, stúlka litla«, síðan nleypti hann á stað á eftir lest-
inni.
»Nú skulum við koma heim, það er orðið framorðið«,
sagði gamla konan. »Hvers vegna kastaði hann stein-
unum á dysina, hann Þorvaldur litli, amma mín«,
spurði Helga. — »Það er saga, sem ekki er fyrir börn«,
svaraði amma hennar. En Helga hætti ekki að spyrja,
og að lokum byrjaði gamla konan söguna á þessa leið:
»Það var einu sinni ung vinnukona hjerna á næsta
bæ. Hún var ljómandi falleg, og öllum þótti vænt mn
hana, hún var líka altaf glöð og ánægð. Eitt haust, er
hún kom heim úr selinu, var hún orðin svo breytt, að
hún hvorki söng eða hló, en var þögul og vildi helst
vera ein sjer og gráta. — Svona leið veturinn. Um vor-
ið virtist lifna dálítið yfir henni, en einn dag kom sú
fregn, að hún hefði steypt sjer í Hrafnagjá, og fundist
þar sundurtætt. Það er hún, sem liggur undir dysinni
þarna«. — »Hversvegna vat hún ekki grafin í kirkju-
garðinum eins og hún mamma mín«, sagði Helga náföl
af hræðslu. »Hún hafði fyrirfarið barninu sínu«, sagði
gamla konan, »og því var hún ekki grafin í vígðri
mold. Hver, sem þekkir brot hennar, kastar þremur