Hlín - 01.01.1928, Síða 123
Tilin
121
stúlka, og hafði unnið það þrékvirki, sem allir hlutu
að dást að, hún hafði gert dys glæpafullrar konu að
fögrum legstað og þaggað niður allar ákærur gegn
henni. — Hún hafði leitt blessun og gróður yfir þenn-
an stað, sem óblessun áður grúfði yfir. — »Það er heitt
í dag, við skulum æja hjerna dálítið«, sagði Þorvaldur.
— »Nú held jeg að menn fari loksins að æja hjá Gríms-
bakka«, sagði Grímur við dóttur sína, þegar hann sá
hestana á beit. »Jeg þykist vita að það sje Magnús í
Fagradal að sækja son sinn«. — Nú varð Helga glöð
því hún fann, að bæn fölu konunnar var uppfylt, og
Þorvaldur var fyrsti maðurinn, sem áði við hólinn
hennar. Hún roðnaði, og þó vissi hún, að hann gat ein-
ungis sjeð hana tilsýndar.
Það var eins og blettinn vantaði ekki nema vígsluna,
altaf áðu fleiri og fleiri við hólinn. »Nú er þó eitthvað
orðið varið í Grímsbakka«, sagði Grímur, og neri
hendurnar af ánægju. — Helga kom nú sjaldan niður
að hólnum, hún hafði svo mörgu að sinna heima, þar
var líka sjaldan mannlaust.
Það var eitt sunnudagskvöld um haustið, að Helga
sat við hólinn og prjónaði í ákafa, en hugurinn var
langt í burtu, alt var kyrt og hljótt, einungis öldugang-
urinn við fjöruna rauf þögnina, og stöku sinnum ýlfr-
aði Baldur, fjárhundurinn, sem lá við fætur hennar.
Alt í einu reis hann upp og gelti, Helga hrökk upp af
vökudraumum sínum, hún sá mann koma ríðandi.
Hann ætlaði líklega framhjá, en Baldur hljóp í veg
fyrir hann og stöðvaði hann. — »Svei þjer, Baldur«,
sagði Helga. »Hvað eiga nú þessi læti að þýða«. Meira
gat hún ekki sagt, henni varð litið á manninn, sem
staðnæmdist fyrir framan hana, og hún stóð nú and-
spænis því fegursta, sem hún hafði hugsað sjer og
dreymt um.
Uppi á hólnum söng fugl í aftankyrðinni, það var