Hlín - 01.01.1928, Síða 124
122
Hlín
eins og hann spáði elskendunum gæfu og- gleði, og spá
litla fuglsins rættist.
Mörgum árum seinna, þegar Helga var fyrir löngu
orðin amtmannsfrú, mintist hún sunnudagskvöldsins
góða, þegar litli fuglinn söng um ást þeirra og ham-
ingju.
Margt má læra af þessari litlu sögu.
Afdrif aumigja vinnukonunnar sýna, hvað öllum er
nauðsynlegt að vernda sóma sinn og sakleysi, því þó
afleiðingarnar sjeu sjaldan svona hörmulegar, hefur
slík augnablikshrösun oft leitt meiri og minni ógæfu
yfir efnilega pilta og stúlkur.
Og Helga litla, sem breytti grjótdysinni í grænan
hól. Það eru tiltölulega fáir, sem hafa efni og ástæður
til þess að rækta stór svæði, en þeim mun fleiri, sem
geta ræktað smærri bletti, og safnast þegar saman
kemur, eins og moldarsvunturnar hennar Helgu, h'tið
var í hverri, en þó mynduðu þær græna hólinn.
»Hjer á foldu þarf svo margt að brúa.
Jökulár á landi og í lundu,
lognhyl margan, bæði í sál og grundu,«
segir skáldið.
Já, margvíslegir eru lognhylirnir, sem þarf að brúa,
en einnig hjer á foldu þarf svo margt að græða; ótal
mela og blásin börð, og ótal sár er svíða og blæða. —
Að breyta grjótdys í grænan hól, tekur langan tíma og
fáir unglingar munu vilja leggja á sig að hylja þær
mold. — En við hvern einasta bæ á landinu eru blettir,
auðugir af frjóefnum, sem hægt er að breyta í trjá- og
blómgarða. — Það kostar líka mikinn tíma og fyrir-
höfn, en fæst endurgoldið með aukinni ánægju. —
Engir foreldrar þurfa að sjá eftir þeim tíma, sem þeir