Hlín - 01.01.1928, Page 125
Hlín
123
eyða til þess að rækta blómagarðinn sinn, því þá eru
þeir að rækta blóm í huga og hjörtum barnanna sinna.
— Trúað gæti jeg því, að flestir unglingar, sem alast
upp við slíka ræktun, haldi henni áfram, þegar þeir
fara að ráða sjer sjálfir. Og engin frækorn bera landi
okkar og þjóð eins mikinn ávöxt eins og þau, sem vekja
sanna fegurðartilfinningu og framkvæmdalöngun unga
fólksins. — Ef menn »telja sjer lítinn yndisarð að
eignast blómgaðan jurtagarð«, þá er útlit fyrir að
smekkvísinni hafi lítið farið fram, síðan þetta var
kveðið.
En Helga litla gerði meira. — Hún ásetti sjer að
veita lindum kærleika og samúðar yfir urðir mann-
haturs og hleypidóma, og hún var hugsjón sinni trú.
Hún hopaði ekki undan örðugleikunum, heldur horfð-
ist í augu við þá, og með guðs hjálp sigraði hún þá. —
Guð hjálpar öllum, sem hjálp hans vilja þiggja, og
þeim, sem hjálpa sjer sjálfir.
Jeg ætla að taka hjer upp 3 erindi eí'tir eitt af skáld-
um okkar.
Guðs ríki er li var?
Horf þú í ástþrungið auga,
ylgeislar hjartans sem lauga.
Guðs ríki er þar.
Guðs ríki er hvar?
Grátinn í handtaki hlýju
huggun þú finnur að nýju.
Guðs ríki er þar.
Guðs ríki er hvar?
Gleð þig við brosmildi blóma,
blikandi í vorsumarljóma.
Guðs ríki er þar«.
Kristur kendi okkur að biðja: »Til komi þitt ríki*.