Hlín - 01.01.1928, Síða 126
124
T-Tlín
En til þess að guðs ríki komi, þurfa allir að hjáípast
að, við að vekja og glæða saklausa gleði, samúð og
kærleika. — þar, sem þetta er alt í ríkum mæli, þar er
guðs ríki.
Unga kynsióðin hefur hjer óþrjótandi verkefni. Guð
gefi að hún fylgi dæmi litlu stúlkunnar, sem breytti
bölinu í blessun og grjóti í grænan hól. — Og einnig
unga mannsins, sem hvorki eyddi tíma eða peningum
til ónýtis, heldur ástundaði að verða gleði foreldra
sinna og nýtur meðlimur mannfjelagsins. —
Guð gefi að unga kynslóðin læri að nota tímann, til
þess að auðga anda sinn, læri að nota hann til þess að
gróðúrsetja sem flest blóm í landi og í lundu, og.reyni
að brúa sem flestar jökulár og lognhyli, bæði í sál og
á grundu.
Gömul og ný saga.
Þegar jeg var barn, hlustaði jeg á tal fólksins. Það
var að tala um stúlku, sem var nýkomin í sveitina eitt-
hvað langt að, og sem aðeins hafði dvalið þar eitt ár,
en þó sagði fólkið, að það hefði legið við, að hún hefði
komist upp á miiii hjónanna, sem hún var hjá. Þetta
þótti ljóta sagan, og jeg fjekk skömm á stúlkunni.
Löngu seinna atvikaðist það svo, að jeg kyntist þess-
ari stúlku, jeg þekti hana mjög vel, og kynni mín af
henni voru á þessa leið: Hún var myndarieg á að líta,
en fremur ófríð, mjög snyrtileg, vel vaxin og hvatleg
í framgöngu. Ágætur verkmaður var hún, þrifin og
mjög sýnt um að fara vel með það, sem hún hafði
handa á milli, hvort sem hún átti það sjálf eða aðrir.
Svo var hún líka áhugasöm, að henni hætti oft við að