Hlín - 01.01.1928, Side 128
126
Hlln
til jóla. En þá frjettist að konan væri að verða mesti
aumingi, væri hún oft við rúmið, en stúlkan skamtaði
og sæi um alt, og færi heimilið vel fram, þó væri það
ekki jafn friðsamt og áður. — Þetta barst vinkonu
þeirra hjóna til eyrna, og sendi hún þá strax mann
með hest til konunnar, og bað hana að koma til
sín og vera hjá sjer gestanæturnar. Bað hún manninn
að leggja að henni að gei-a þetta fyrir sig. — En þegar
vinkonan leit framan í konuna, brá henni í brún, því
hún var því líkust, sem hún væri nýstaðin upp úr
þungri legu. Ljet hún þó ekki á neinu bera, því hún
vildi að konan hefði næði til að ná sjer eftir ferðina.
En um kvöldð, þegar aðkomukonan var háttuð, settist
hún á rúmstokkinn hjá henni og fór að spjalla við
hana. Talaði hún fyrst svona um daginn og veginn,
• sveitafrjettir og því um líkt, en aðkomukonan tók lít-
inn þátt í samræðunum, fór hún þá að tala um búskap-
inn, fann hún að vonleysi og áhugaleysi ríkti í hug að-
komukonunnar, var hún líkust því hún væri alveg upp-
gefin. Talaði hún fátt, en þó helst um það, hvað hún
væri orðin mikill ræfill, hún væri svo ónýt að stjórna
börnunum og hún væri alveg uppgefin á búskapnum,
alt færi í handaskolum hjá sjer, hún væri líka svo fá-
kunnandi. — »Hvað er þetta«, sagði vinkonan, »það er
líkast því að þú sjert orðin sinnisveik«. »Ætli jeg sje
það ekki líka«, ansaði hin, »jeg finn að jeg er svo alt
öðruvísi en jeg ætti að vera, og því get jeg einskis ósk-
að mjer fremur, en jeg fengi að hverfa burt sem fyrst«.
»Hvaða ósköp er að heyra til þín manneskja, ertu
nokkuð veik? hefurðu verk í þjer nokkursstaöar?« ■—
»Nei«. — »Hvað gengur þá að þjer?« — »Æ, jeg veit
það ekki«, svaraði aðkomukonan. — »Hvernig fellur
þjer annars við hana B.?« spurði nú vinkonan ofur ró-
lega. — »Prýðilega, hún er svo afbragðsmyndarleg og
dugleg«. — »Er hún dugleg að spinna?« — »ónei, hún