Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 129
Hlin
127
er meira gefin fyrir að vinna á fótinn, en telpurnar
spinna, og hún stjórnar þeim svo prýðisvel, þær vinna
öll verk betur hjá henni en hjá mjer, og hún er svo
pössunarsöm og fljót, að hún er jafnvel búin að taka
plöggin okkar hjónanna og laga þau, áður en jeg veit
af«. »Og hvernig líkar bónda þínum þessi afskiftasemi
hennar«, spurði vinkonan. — »Honum líkar það vel, og
jeg sje, að hún passar svo miklu betur fyrir hann en
jeg«. Við síðustu orðin fór konan að gráta. Vinkonan
lofaði henni að gráta um stund. Svo tók hún til máls:
»Þetta mátt þú ekki skoða svona, góða mín. Þú mátt
ekki láta hugfallast, þótt örðugleikar sýnist framund-
an, heldur verður þú að bjóða þeim byrginn. Taktu þig
nú saman, og sýndu að þú ert kjarkkona, jeg veit þú
átt hann í fórum þínum, nú sem fyr, þegar þú brautst
áfram með börnin þín. Mjer skilst að þjer finnist B.
passa betur fyrir bónda þinn, og að hann mundi á-
nægðari með hana. Þetta er nú ekki alveg víst, þó hon-
um falli vel verkin hennar. Ilvað um það. En þið hjón-
in hafið skyldur hvort við annað, sem jeg veit að þú
vilt uppfylla að þínum parti, hvernig sem honum geng-
ur það. Þar að auki hafið þið líka skyldur við börnin
þín og stjúpbörnin, og þú mátt ekki bregðast þessum
skyldum eða koma honum til að bregðast þeim. Reyndu
heldur að hjálpa honum, hann á ef til vill í baráttu,
eða ertu viss um að þetta sje ekki að einhverju leyti
sjálfri þjer að kenna. Þú verður sjálf að stunda þessi
þjónustubrögð, sem þú hefur þegið af B., og mjer finst
þú ættir að taka á stórlyndi þínu, og segja bónda þín-
um, að þú ætlir sjálf framvegis að skamta og stjórna
á þínu heimiili. Þú hafir búið ein fyr, og munir geta
það framvegis, ef það geti ekki verið öðruvísi«.
Nokkru seinna frjettist, að konan væri frísk og tek-
* in við sínum störfum, en stúlkan hefði verið lánuð á
apnan bæ, — Seinna um vorið kom bóndinn til vinkon-