Hlín - 01.01.1928, Page 131
Hlín
129
hvað skeður? Hún drífur sig upp úr veikindum sínuni
og fer heim til þess að taka aftur að sjer þær skyldur,
sem hún hafði horfið frá, í fyrstu sökum veikinda, en
síðar fyrir misskilning og hræðslu. — Því það er mis-
skilningur að halda, að veikgerðum konum líði betur,
ef þær sleppa frá sjer öllum skyldum. — Starfslöng-
un konunnar þolir ekki iðjuleysi, og mörg konan hefur
veiklast enn meir eftir að hún — stundum samkvæmt
lækn'isráði — hefur gefist upp, og ekki þorað að vinna
eða stjórna á sínu heimili.
M.
Af ströndinni.
(Sönn saga).
Það .var sunnudag seint á vetri nokkuru eftir síð-
ustu aldamót. Hafði hlaðið niður feikilega miklum snjó
þá undanfarið og lagt háan hryggskafl niður með suð-
vesturhorninu á bænum.
Drengurinn minn var á fjórða árinu. Hann hafði
farið út, og jeg fór nokkuru seinna að gæta að honum.
Er jeg kem fram á hlaðið, sje jeg að drengurinn er
kominn á hestbak og afi hans teymir hestinn upp skafl-
inn að austanverðu, þeim megin sem jeg var. Á því
augnabliki sem hesturinn er á hæsta hryggnum á skafl-
inum, kemur manneskja á móti þeim og gengur svo
fast með hliðinni á hestinum að drengurinn ýtist af
baki og undir kviðinn á héstinum, en hesturinn vár
járnaður með nýjum broddskeifum. Það var óttalegt
augnablik. — Afi drengsins hjelt í tauminn 4 hestinum
og knúði hann áfram, leit ekki við, og vissi því ekki að
9