Hlín - 01.01.1928, Page 133
og í öðrum störfum, eftir ötulleik og atgervi þess, sem
verkið vinnur, en vitað hef jeg ofin 100 slög á mínútu,
og mætti eftir því vefa eina alin á 8—10 mín., en jeg
hygg að þeim hraða nái ekki nema afburðamenn, og
slíkt hjeldi engin út nema lítinn tíma í einu. En jafn-
framt því, að vefnaðurinn gengur svo miklu fljótar,
verða voðirnar áferðarfegurri, og eru það mikil með-
mæli, því nú virðist sú viðleitni efst á baugi hjá al-
menningi að vera klæddur sem fegurstum klæðnaði,
útlendum, og þykir þá minkun að vera í fötum úr
heimaunninni ull. En svo hárri heimsku þarf að steypa
af stóli, því engum ætti að þurfa að þykja skömm að
því að láta sjá sig í eigin vinnubrögðum. En að því
ættu auðvitað allir að keppa að fá dúkana úr íslensku
ullinni sem útlitsbesta og fjölbreyttasta, því það ber
vott um heilbrigðan hugsunai-hátt, smekkvísi og list-
fengi. 5n til þess að fá voðirnar vel útlitsgóðar, þarf
bæði mikla kunnáttu og vandvirkni.
Úr Geiradal er skrifað 1927. — Jeg ætla að segja
yður frá dálítilli heimilisiðnaðarsýningu, sem félögin
hér í hreppnum, ungmennafjelagið og kvenfélagið,
gengust fyrir að haldin yrði. Málið var rætt í báðum
félögunum í vetur og tvisvar haldnir sameiginlegir
fundir til að undirbúa það. Sýningin var haldin í sam-
komuhúsinu í Króksfjarðarnesi 2. júlí. — Sýningar-
munirnir voru eitthvað yfir 100 — Langflestir voru
þeir munir úr ull, en einnig var þó nokkuð af smíðis-
gripum úr trje, dálítið af hannyrðum o. fl.
ólafsdalshjónin og húsfrú Steinunn Hjálmarsdóttir
í Miðhúsum í Reykhólasveit sýndu okkur þá velvild að
dæma um sýningarmunina. Mega aðstandendur vissu-
lega vel við una þeirra hlýju og góðu ummæli um sýn-
inguna yfirleitt.
Að sýningin tókst ekki lakar en þetta, svona í fyrsta
9*