Hlín - 01.01.1928, Síða 135
Hlín
138
Úr Mýrdal er slcrifað á útmánuðum 1927. — Hjer í
Vestur-Skaftafellssýslu eru nú 10 spunavjelar, allar
smíðaðar hjer í sýslu, nema 2 þær fyrstu. Við ljetum
smíða vjel handa okkur í vetur, það gerði Guðmundur
Einarsson í Vík, sú vjel ber af öðrum, sem jeg hef
kynst, að fegufð, vönduðum frágangi og nothæfi. Hann
lauk við að smíða hana á bak jólum, og hefur hún ver-
ið notuð síðan alla virka daga. — Margir spinna hjer
ágætlega á spunavjelar, en auðvitað aðrir miður, það
þyrfti að kenna þá vinnu af þeim, sem hæfastir eru.
Mjer hefur dottið í hug að reyna á næsta vetri að
haida sýningu á spunavjelabandi og að verðlaun yrðu
veitt fyrir það besta. —
Úr Fljótshlíð er skrifað 1927. — Við höfum ákveðið,
í kvenfjelaginu okkar, að hafa sýningu í vor á heimil-
isiðnaði og höfum í hyggju að gera það árlega til 1930,
ef ske kynni, að bestu munirnir yrðu frambærilegir á
landssýninguna fyrirhuguðu 1980.
Við höfðum skemtisamkomu á 3. í jólum. Allur á-
„góði hennar rennur í sjúkrasjóð. — Aðalmarkmið fje-
lagsins er líknarstarfsemi.
Sturla Jónsson í Fljótshóhom í Gaulverjabæjarjir.,
Árnessýslu, skrifar: — Jeg álít að hvert einasta heim-
ili í landinu þyrfti og ætti að eiga greiðan gang að
spunavjel. Þá mundi heimilisiðnaðurinn íslenski vera
betur á sig kominn en hann er nú, og þá mundu færri
krónur fara út úr landinu fyrir útlendan fatnað, skjól-
lítinn og endingarlítinn.
Úr Tálknafirði er skrifað 1927: — Við höfðum iðn-
sýningu hjer í vor eins og í fyrra. Yfirborðið af sýn-
ingarmunum var prjónaföt, algengur fatnaður. Karl-
mannavinna engin, og eru þó margir karlmenn hjer
hlyntir fjelaginu og nokkrir í því. /. S. G.
Frá Raufarhöfn er skrifað: — Hjer er tætt talsvert