Hlín - 01.01.1928, Page 138
136
Httn
Rangárvalla- og Skaftafells. — Þass þarf líka, ef að
gagni á að koma.
Halla, skáldkona á Lcmgabóli í N.-Isafjarðarsýslu,
skrifar: — Jeg legg mesta áherslu á að fá sem flestar
íslenskar plöntur í skrúðgarðinn minn, þó að þeim
plöntum sje minna skraut fljótt á litið, þá eru það
landar mínir og vinir alt saman til hópa. — Jeg á nú
um 80 tegundir í garðinum, og 60—70 útlendar. —
ATt er þetta mjer til yndis, og þó ekki síst, þegar þrest-
ir, sólskríkjur og maríuerlur eru flögrandi um allan
garðinn. Einu sinni hjelt rjúpa þar til í hálfan mánuð
og stygðist ekki, þó jeg vökvaði hverju beði.
Þjer minnist á kantblómin á blómabeðunum mínum.
Það er helluhnoðri, sem jeg nota í kant. Það er jurt,
sem ekki er vandlát, en vill víða fara. Hún mun hafa
tekið til sín þessi orð: »Aukist og margfaldist og upp-
fyllið jörðina«. Enda mætti margur blettur á landi
voru þakka fyrir að hafa helluhnoðra að skýla sjer
með. —-------
Þessi friðsæli blettur, sem jeg hef nú lýst hjer, veit-
ir mjer alveg óviðjafnanlega gleði.
Það er náttúran, sem rjettir okkur jarðarbúum öll
dýrmætustu hnossin, ef við aðeins höfum augu til að
sjá með og hendur fram úr ermum.
Frá Núpi í Dýrafirði 1927: — Jeg geri mjer góðar
vonir um gróðrarhúsið. Fjekk jeg í haust 8 merka
þungar gulrófur, plantaðar út úr því, einnig fullþrosk-
að blómkál o. fl. Nú í vor sýnist líka útplöntun þaðan
ætla að verða langt á undan sáningargróðri. Fluttar
voru plöntur úr húsinu til þriggja heimila í grendinni.
Veit jeg eigi ennþá, hvernig þær muni reynast. — Að
sumrinu eru þar inni blómplöntur, og ná þær afarmikl-
um vexti. — Einnig fullþroskuðust þar jarðarber í
fyrrasumar. — Er það spá mín, að eigi líði margir