Hlín - 01.01.1928, Page 139
Hlin
137
tugir ára til þess, að gróðrarhús þyki nauðsynleg á
hverjum bæ, til þess að geta haft nýtt grænmeti, svo
að segja árið um kring. Og það verður íslenskur mat-
ur; það er mjer mesta yndið í þessu efni.
»Skrúður« hefur annars beðið nokkurn baga af veð-
urfarinu í vor. Voru viðir þar farnir að laufga um
sumarmál. En þá komu frostin — jafnvel 10°, svo að
brumknapparnir dóu. Víðir því illa laufgaður, og sum-
ar ungar bjarkir aldauða. — En allstaðar eru nokkur
vandkvæði, og mannsandinn lærir af reynslunni smá-
saman að sigra þau, ef hann nennir að neyta krafta
sinna. S. G.
Kona af Austurlandi skrifar: ...... Mín störf hafa
ekki verið víðsæ, og jeg hef aldrei, síðan jeg óx frá
bernskudraumunum, haft þrá eftir víðara verksviði.
Að vinna hversdagsstörf mín svo, að þau kæmu að sem
bestum notum, hlynna að smábörnum , andlega og lík-
amlega, og sýna þeim alúð, er jeg umgengst, hefur
verið löngun mín. Og það hefur mjer tekist með guðs
hjálp. — En fyrst og síðast er jeg barn íslenskrar nátt-
úru, til hennar hef jeg »sótt mjer sælugnótt«. —
Allar vættir elska mig,
íslands, jeg er þeirra systir,
,jafnt hvort geng jeg grænan stig
eða gráir hamrar lykja um mig.
Þeir hópast að mjér' hver fyrir sig,
að heilsa mjer með brosi fyrstir.
Allar vættir elska mig,
Islands, jeg er þeirra systir.
Jafnt vetrar- sem sumarfegurð hennar er mjer kær.
Og flest ei skemtun farin er,
þó fölni jarðar marglitt skart,
því alt eins mikil unun mjer
það er að horfa’ á fölið bjart,
er máninn glitrar mararsund
og mildar stjörnur lýsa skært,