Hlín - 01.01.1928, Side 140
138
Hlín
en eins og silfur yfir grund
sig alla breiðir svellið glært.
Þetta er gamalt, slitið út úr samböndum við annað
og hefur ekkert gildi, nema að sýna hugsanir mínar.
Úr öræfvm er skrifað 1927: — Hjer í sveit eru nú
7 rafstöðvar, en 12 heimili nota þær, níu hafa ljós,
suðu og hita og þrjú Ijós. — Um rafurmagnið má
margt gott segja. Skammdegismyrkrið getur maður með
rjettu sagt að hverfi úr húsunum með rafljósunum. Og
þægindi eru það fyrir stúlkurnar, sem gegna eldhús-
störfum, að losna við umhyggju fyrir að afla sjer elds-
neytis, sem oft vill vera skortur á. Eða fyrir sauma-
stúlkuna að geta hitað pressujárnið sitt á borðinu hjá
sjer, án þess að hafa annað fyrir en að rjetta út hend-
ina og opna kveikjarann. — Stöðvarnar hjer í sveit hafa
komið að góðum notum síðan þær voru bygðar. — Afl-
gjafarnir — lækirnir — hafa unnið hvíldarlaust að
því nótt og dag að knýja stöðvarnar. Þessir síkviku
lækir, sem hafa veitt öllum yndi og ánægju með hinum
ljetta og ljúfa nið, er lætur svo vel í eyrum allra, sem
unna heilnæmum röddum náttúrunnar, nú veita þeir
birtu og hita. — Það, sem komið hefur þessum fram-
kvæmdum á stað, er sjerstaklega að staðhættir eru
hjer víða mjög góðir, og ekki síst, að maður er í sveit-
inni, sem vinnur að því að setja stöðvarnar upp, og
leiðbeinir mönnum og hvetur til framkvæmda, án þess
að hugsa um það eitt, hve há laun hann fær.
Skógur er hjermikill og góður. Smærri skógurinn hef-
ur verið notaður til skepnufóðurs, er heyskortur hefur
verið, bæði handa sauðfje og nautgripum, stórgerðari
skógurinn hefur verið hafður til smíða t. d. í klifbera
og ýmislegt rennismíði, en þó aðallega í peningshús og
girðingar. Líka var hann mikið notaður til eldsneytis
og kolagerðar, en nú er kolagerð að mestu leyti hætt,