Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 142
140
Hlín
anvert við Breiðafjörð. Sjúklingar, sem þurfa að kom-
ast til Reykjavíkur á sjúkrahús, bíða hjer oftlega eftir
skipafei'ðum, þá eru stundum vandræði með að útvega
þeim húsrúm, enda ekki hættulaust að hýsa þá, ef um
næma sjúkdóma er að ræða. Nú er málum svo komið,
að vonir eru um fje til læknisbústaðar-byggingar hjer,
og er þá í ráði að fjelagið leggi B—4000 krónur til
þeirrar byggingar, með það fyrir augum að eiga þar
eina góða stofu með nauðsynlegum húsgögnum, handa
sjúklingum, og losna þannig við að byggja. Nú bíðum
við átekta, hvernig gengur með að fá styrkinn til lækn-
isþústaðarins, það liggur nú fyrir þingi og stjórn.
Hingað til hefur fjelagið styrkt marga sjúklinga,
bæði þá sem hafa verið á leið til Reykjavíkur, og þá,
sem hafa verið hjer undir læknishendi.
Af Tjörnesi er skrifað: — Óskandi væri að sem fyrst
kæmi út handavinnubók með íslenskum fyrirmyndum.
Jeg trúi ekki öðru, en að sú bók yrði mörgum kærkom-
in, og að margt heimilið yrði smekklegar prýtt eftir
en áður, því margur kýs að skreyta heimili sitt þjóð-
lega, en vankunnátta í því efni er stórkostleg. úr henni
þarf að bæta, ef þess er nokkur kostur. Það er ómetan-
legt tjón, sem af því leiðir, hve mikið við sækjum til
annara í þeim efnum.
Úr Grímsnesi í Árnessýslu er slcrifað voriö 1927: —
Eftir því sem jeg hef komist næst, hefui" verið ofið
hjer í sveitinni um 1200 álnir á 18 vefstóla í vetur. —
Það sem ofið var er aðallega þrenskonar: Telst mjer
til að um 350 álnir hafi verið notaðar í karlmannsbux-
ur, 260 ál. salon, nær alt alull, 100 ál. alull í rekkjuvoð-
ir og loks garneinskefta, ýmist með ullarfyrirvafi eða
tvisti, notað í milliskyrtur og sængurver.
Á spunavjelina, sem til er í hreppnum, var spunnið
um 400 pd. af bandi. — Vjelin er eign 6 manna, hún
er eftir Jón Gestsson í Villingaholti í Flóa. —