Hlín - 01.01.1928, Síða 143
141
tÍÍín
t
Úr Mýrdal er skrifað á útmánuðum 1928. — Nú eru
flestir langt komnir með að spinna. Það gerir manni
oft leiðan grikk, hve lopinn er ójafn og illa kembdur
sam'an. Sjerstaklega vill vjelspunnið band verða mis-
stórt og fer afarilla í prjóni og ívafi.
Jeg er nú byrjuð á að vefa tvist í lök og koddaver.
Við vefum það alt síðan véfstóllinn varð til, og svo
koma þráðarvefir. Það verða á annað hundrað álnir
alt saman. Það er eitthvað ánægjulegia en að láta kríta
það í búðarreikninginn siiin.
Úr Geiradal í Barðastrandasýslu er slcrifað 1927: —
Þú minnist á saltstokkana, sem þú sást í húsunum hjá
mjer í sumar. Já, jeg gef fjenu salt. Ef jeg gleymi því
um tíma, fá ærnar skitu. Jeg negli stokkana innan á
jötuböndin að neðan, mega heldur standa upp af, ef
vill. Oftast við stoð í bálk. Stokkana hef jeg að innan-
máli: lengd 30 centim., breidd 8 cm., dýpt 5 cm. Læt
þá flá ofurlítið á þeirri hlið, er veit frá jötubandinu.
Annars má láta slíka stokka hvar sem vill í húsinu,
einungis þarf að gæta þess, að ekki fari óhreinindi of-
an í þá. Jeg læt mjög lítið í stokkana í einu. — Sauð-
kindina má ekki vanta saltefni í fóðrið. Með síðslægju
og hröktum heyjum, sem og útbeit, er sjálfsagt að gefa
fjenu salt, sjeu heyin ekki söltuð. Auðvitað þarf ekki
saltgjöf irini, ef beitt er í fjöru.
Tryggvi Gunnarsson, dýravinurinn góði, áminti
bændur oftlega um að vanrækja ekki að gefa fjenu
salt. — Hann bað menn líka að gleyma ekki að reiða
trygga seppann yfir árnar, sem og að gæta hans vel á
ferðalögum. — Margur hundurinn hefur sjest harm-
þrunginn út af missi húsbónda síns. Seppauum er
varnað máls, en ekki vits. — Við eigum að kosta kapps
um að láta öllum húsdýrum vorum líða vel. Vei allri
vanhirðingu!
Nytlágar eru nú kýrnar okkar í vetur, en engin