Hlín - 01.01.1928, Page 144
142
Hlín
vandræði eru með fóðrun þeirra. Við Geirdælir höfum
flestir súrhey. Það er gott fóður. Einnig gefum við
síld. Við gefum ll/2 síld í mál kúnni. Síldin er stór.
Ó. E.
Af Vesturlandi er skrifaö: — Að steikja í lýsi. Ef
nota á lýsi til að steikja í fisk, verður að gæta þess að
það sje gott og alveg óþrátt.
Pannan er fyrst hituð nokkuð, þur. Þá er hæfilega
mikið lýsi látið á hana til að brútia í fiskinn, óg verður
það að vera meira, en ætlað er af annari feiti, vegna
þess, að ekki má bæta lýsi á, meðan verið er að steikja.
— Fiskinn má ekki láta á pönnuna, fyr en lýsið er orð-
ið svo vel brúnað, að reykurinn upp af pönnunni sje
bláleitur. — Þá er fiskurinn brúnaður vel beggja
megin, og látin vera kyr á pönnunni þar til hann er
vel steiktur í gegn. Varast skal að láta vatn á pönnuna,
þegar steikt er í lýsi, því þá kemur svo greinilega fram
lýsisbrágðið.
Það hafa þó nokkrir notað lýsi til að steikja í klein-
ur, en það gefst illa, því lýsisbragð og kaffi á ekki vel
saman. — Jeg hef ekki reynt að steikja kjöt í lýsi, en
jeg hugsa að það sje varla gerlegt, nema með selkjöt
eða hrefnukjöt — það kjöt, sem lýsisbragð er að, en
þó með því eina móti, að vatn komi ekki nálægt.
En að steikja fisk í lýsi fyrir þá sem geta, finst mjer
sjálfsagt, mjer finst hann verða bragðmeiri, ef rjett
er með farið, en ef hann er steiktur 1 tólg. Kona.
Úr Miöfirði í V.-Húnavatnssýslu er skrifað: — Jeg
fjekk boð frá þjer nú nýlega, að þú óskaðir eftir að jeg
gæfi þjer uppskrift af þvoftasápunni minni. — Það er
meir en velkomið.
í sápuna nota jeg kalksóda, eða eitursóda, sem sum-
ir kalla. Annars heitir hann á ensku: »Red seal lye«.
Sódinn flytst hjer í verslanir. Þyngd 400 gr. Verð kr. 1.00.