Hlín - 01.01.1928, Síða 145
Hlín 148
Fitan, sem jeg nota, er úrgangsfita frá haustinu, sem
jeg hreinsa vel og geymi á góðum stað. — Betra er að
hafa lina fitu með t. d. /3 í hvert »upplag«. (Jeg nota
hrossaflot eða sviðafeiti, sápan verður þá mýkri og
betri). — Hlutföllin eru þessi: 5 pd. feiti, hrein, 7 pel-
ar kalt vatn og 1 sódabaukur. — Fitan er látin í pott
og aðeins látin renna í sundur yfir eldi. Vatnið er mælt
í fat eða bala og duftið úr bauknum hrist ofan í vatu-
ið í gegnum göt, sem eru á innra loki bauksins, verður
að hræra vel í, meðan duftið leysist upp. (En það verða
menn að varast að láta sódann falla á fötin, sem maður
er í, því komi hann þur á ullartau, detta strax göt á
fatið. Eins er hann mjög slæmur fyrir hendurnar,
meðan hann blotnar ekki). Nú er feitinni helt saman
við lútina og stöðugt hrært í, þar til feitin fer að
storkna, þá er sápuefninu ausið með trjesleif í fat, seml
áður er vætt innan með köldu vatni, sljettað vel að of-
an og geymt svo, helst í nokkra daga, áður en sápan
er notuð. Úr þessu »upplagi« fæ jeg 7—8 pd. af ágætri
sápu, sení jeg nota í alla þvotta. S. J.
Formaður kvenfjelagsins í Vík í Mýrdal skrifar á út-
mámi&um 1928. — Við erum yður alveg sammála um,
að nota beri íslenskt efni á vefnaðarnámsskeiðunum,
svo sem frekast er unt. Nú stendur yfir fyrsta vefnað-
arnámsskeiðið hjer í Vík. Hófst fyrst í mars með 6
stúlkum. Það er nú verið að ljúka við 2 salonsofnar
rúmábreiður úr al-ull, legubekksábreiðu, sömuleiðis úr
al-ull, fjórskeftu í kjóla úr al-ull, vaðmál í karlmanns-
föt, einnig hefur verið ofinn ormieldúkur úr al-ull. Þá
hefur verið glitofinn borðdúkur og sófasvæfill. — Af
þessu munuð þjer sjá, að viðleitni okkar hjer veit í
þjóðræknisáttina. Munum við reyna að halda þeirri
stefnu framvegis.