Hlín - 01.01.1928, Síða 146
144
Hlín
Þetta er nú unu nýfædda barnið: Vefnaðarnáms-
skeiðið.
Saumanámsskeiðið stóð yfir í 3 mánuði og fór fram
eftir venju. Á því námsskeiði voru saumaðir 28 karl-
mannsfatnaðir, 48 kvenkjólar, 5 karlmannsyfirfrakkar,
11 drengjafatnaðir. Ennfremur var saumað mikið af
Ijereftasaum, og þó nokkuð gert að hannyrðuin, hckli
og prjónaskap. — Alls voru um 300 munir gerðir á
námsskeiðinu. Námsmeyjar voru 14. — Hjer er svo
almennur áhugi hjá stúlkunn fyrir því að geta, um
fram alt, lært karlmannsfatasaum, að okkur þykir
sjálfsagt vera að svara þeim áhuga beint í verkinu,
með því að veita stúlkunum tilsögn í þeirri grein. Ekki
svo að skilja, að áhugi þeirra nái ekki líka til annara
greina heimilisiðnaðarins. Reynslan hefur alment ver-
ið sú hjer, að stúlkur, sem sótt hafa saumanámsskeiðin
okkar hjer í Vík, hafa helst viljað læra alt, sem kostur
hefur verið á að læra. — Sú er tilætlunin, að þetta
vefnaðarnámsskeið standi til aþrílloka. Mætti ef til
vill næst lengja tímann, ef þessi byrjun mælist vel
fyrir.
Matreiðslunámsskeið vildum við gjarnan geta haft
að ári, ef mögulegt væri.*
Úr Fljótsdal er skrifað: — Hjer var myndað liluta-
fjelag í vor til þess að koma spunavjel á fót. Forgöngu-
menn þess fyrirtækis voru kvenfjelagskonur, og var
ákveðinn 20 króna hlutur, gegn því að fá að nota vjel-
ina eftir þörfum, meðan hún væri nothæf. 20 manns,
* Alþingi veitir á fjárlögum 1929 Kvenfjelagi Hvammshrepps
í Vík G00 kr. til handavinnunámsskeiðs og 1500 kr. til hús-
mæðrafræðslu. Húsakostur er góður í Vík, svo vonandi rís
þarna upp myndarlegur kvennaskóli á næstu árum. — Holt
er heima hvað.