Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 147
145
Pílín
karlar og konur, lögðu til hluti, og eiga þeir allir hlut-
deild í henni, líka tóku nokkrir fleiri en einn hlut, svo
það söfnuðust brátt á 5. hundrað krónur, var það sett
í sjóð við Kaupfjelag Hjeraðsbúa, því hugmyndin er
að eiga afgang verðsins vjelinni til viðgerða, ef á þyrfti
að halda. Vjelin var pöntuð hjá Hallgrími ólafssyni á
Skeggjastöðum í Fellum og var tilbúin nú um nýár, en
þá dreif niður svo mikinn snjó, að ógerningur var að
koma henni, því Lagarfljót var enn ólagt. Lopar manna
eru heldur ekki komnir úr verksmiðjunum. *Enda var
þetta fi'ekar framtíðarráðstöfun, en að menn byggjust
við fullum notum af því þetta ár. Vjelin á að kosta
450 krónur, 20 þráða. — Svo er spunnið á vjel Halldórs
á Arnheiðarstöðum þar fyrir heimilið og er eign þess
eins. — Prjónavjelar eru ellefu í hreppnum. —
Af Austurlandi er skrifað: Jeg er nýkomin utan frá
Mjóanesi, dvaldi þar 2 vikur. Mjer varð það til ánægju.
Þar eru mikið bætt og stækkuð húsakynni og leist mjer
mjög myndarlega og vel þar á alt fyrirkomulag skól-
ans. Og eftir því sem mjer skildist, er regla þar og alt
starf í besta máta heimilislegt, og í eðli sínu íslenskt,
trútt og gott — og fagurt, t. d. ljómandi myndarlegur
og fagur allskonar vefnaður, í rauninni öll handavinna
vönduð og smekkleg. óefað verður alt frá þessum skóla
heimilisvinna til nota og fegrunar heimilanna. —
Meðan jeg dvaldi í Mjóanesi, fjekk Sigrún vefnaðar-
uppdrætti þá, er Heimilisiðnaðarfjelag íslands gaf út,
og varð handagangur í öskjunni að skoða þá. Okkur
þótti þeir góðir og gagnlegir á þessum tímum.
Áttræð merkiskona % sveit á Austurlandi slcnfar:
Þakka þjer traust það, er þú sýnir mjer, með því að
bjóða mjer að taka sæti í sýningarundirbúningsnefnd-
inni. — Hjer var haldinn ungmennafjelagsfundur á 2.
jóladag og þetta mál tekið til meðferðar og rætt. Jeg
10