Hlín - 01.01.1928, Síða 149
Hlin
147
um, sem á 8 böim. Það elsta 8 ára og yngsta á 1. ári (6
stúlkur og 2 drengir), öll eru börnin hraust og heilsu-
góð sem af er. Ekki er annað kvenfólk en jeg og konan,
svo við þurfum ekki að kvarta um atvinnuleysi. Þessi
blessaður barnahópur útheimtir mikla umhugsun. —
Hjónin láta kemba ullina í verksmiðjunni »Framtíðin«,
svo látum við spunavjelina, sem er hjer á næsta bæ,
spinna um 20 pund á ári, svo spinnum við marga snæld-
una á rokkana okkar líka. í fyrra eignuðust hjónin
nýja prjónavjel, og þær eru margar flíkurnai*, sem kon-
an er búin að prjóna á börnin síðan vjelin kom, þvílíkt.
blessað áhald. Þetta fer nú að verða nokkuð langt hjá
mjer, þú fyrirgefur, mjer er þetta alt svo kært, að jeg
gat ekki annað en nefnt það ofurlítið.
Gömul kona skrifar: Ameríski gataplásturinn ér bú-
inn að lækna gigtina í öxlinni á mjer, jeg má til með
að biðja þig að birta það í »Hlín«, að hann hefur hjálp-
að mörgum hjer. Kona, sem var þreytt í fótunum og
hnjánum, ljet sinn plásturinn á hvort hnje ofan við
' hnjeskelina, og er ágæt síðan.
Gamall frændi minn, sem er fótaveikur, þakti legg-
ina á sjer, eftir læknisráði, með plástrum, og fjekk bót.
Plástrarnir eru látnir sitja þangað til þeir detta af
sjálfir. — Þetta er ódýr lækningaaðferð og óskaðleg,
þess verð að reynd sje.
Ung ko'na skrifar: Allir eru farnir að nota gúmmí-
skó hjer, og eru þeir að sjálfsögðu þokkalegri en gomlu
íslensku skórnir, en það ættu allir að nota íleppa í
þeim, eða a. m. k. leggja brjef í botninn. Þeir eru, af
læknum, sagðir óhollir fyrir höfuðið og sjerstaklega
fyrir augun. Allir ættu að nota þa með varúð, helst sem
allra minst inni við, því þeir halda að manni kulda.
Trjeskó, klossa, ættum við íslendingar að nota meira
en við gerum,og fara þar að dæmi annara Norðurlanda-
10*