Hlín - 01.01.1928, Page 150
148 Tllín
þjóða, sem allar nota mikið trjeskó, Það er hlýr, ódýr
og sterkur fótabúnaður.
Fundargerð sambands amtfirskra kvenna 1928 barst
oss í hendur, þegar »Hlín« var að mestu leyti fullsett,
svo að hún getur, því miður, ekki komið meðíþetta sinn.
—• Tillögu fundarins um kvenbúninga viljum vjer þó
birta, sjerstaklega af því að um það efni hafa »Hlín«
borist svipaðar tillögur frá mörgum kvenfjelögum á
þessu ári.
»Fundurinn mótmælir eindregið þeirri tilraun, sem
gerð hefur verið til að búa til nýjan kvenbúning og
kalla hann íslenskan þjóðbúning, þar sem það er vitan-
legt, að við íslenskar konur eigum fagra þjóðbúninga,
sem erlendar menningarþjóðir dást að. Álítur fundur-
inn, að þessi tilraun sje gerð með það fyrir augum, að
gera íslenskan þjóðbúning háðan dutlungum tískunnar,
en með því fellur burt stærsta þýðing þjóðbúninga, sem
er festa forms og sjálfstæði gagnvart tísku og tíðar-
anda«.
Landssýningin 1930.
Haustið 1927 sendi leiðbeinandi almennings í heim-
ilisiðnaðarmálum (H. B.) út ávarp í alla hreppa lands-
ins, viðvíkjandi landssýningu á heimilisiðnaði -1930.
Þar var farð fram á, að 5 manna nefnd yrði kosin í
hverjum hreppi, 3 konur og 2 karlar (eða 2 konur og
3 karlar), er tæki að sjer að vekja áhuga fyrir þessu
máli og skýra það fyrir almenningi, gangast fyrir sýn-
ingum og bera ábyrgð á hvað sýna skuli frá hverjum
hreppi. Ennfremur var þess óskað, að nefndirnar inn-
an hverrar sýslu, inni saman að sýslusýningum, fyrir