Hlín - 01.01.1928, Page 151
Hlín
149
1930, því það er ráðgert, að hver sýsla hafi deild sjer
á landssýningunni.
Þessari málaleitun var yfirleitt mjög vel tekið. Sýn-
ingar hafa, að tilhlutun nefndanna, verið haldnar víðs-
vegar um landið og sýslusýningar eru ráðgerðar 1929.
Samt sem áður munu það vera æði margir hreppar,
sem ekkert hafa enn unnið að undirbúningi þessa máls.
Jeg leyfi mjer því að skora fastlega á áhugamenn
og -konur, sem vafalaust eru til í öllum hreppum, að
taka málið upp og sjá um að nefnd verði kosin, sem
hrindir því áfram. Á komanda vetri verður áskorun
send sýslufundum um að kjósa karl og konu, er fylgi
sýningarmununum til Reykjavíkur 1930 og sem aðstoði
nefndirnar í hreppunum í vali munanna.
Þær sýslur, sem þegar hafa verið spurðar, hafa tekið
málinu vel.
í ávarpinu sem getið er um hjer að framan, og sem
birt var í Hlín 1927, var það tekið fram, að æskilegl
væri, að hver sýsla sýndi eitthvað það, er sjerstaklega
einkendi hjeraðið. Nefndirnar þurfa að gera sjer þetta
ljóst, og vinna svo að því saman að safna mununum.
(Það hefur verið bent á það t. d. að úr Gullbringu- og
Kjósarsýsla ætti að sýna ýmislegt af þeim vinnubrögð-
um, sem notuð eru við sjómensku og veiðiskap).
Það hafa komið fram óskir um það, að hver hreppur
þurfi ekki algerlega að vera bundin við að sýna 12
muni, heldur geti hrepparnir í hverri sýslu jafnað
þessu til, svo útkoman verði sú rjetta. Þetta er sjálf-
sagt að taka til greina, bæði eru hrepparnir misstórir
og áhugi misjafnlega mikill.
Að líkindum hafa kaupstaðirnir allir sjersýningar,
sennilega að hverjum þeirra mætti ætla 100 muni, og
höfuðstaðnum þó talsvert meira.
Erfiðast verður vafalaust að fá karlmennina til að
taka verulegan þátt í sýningunni, þeir eru tregir til