Hlín - 01.01.1928, Side 153
IHÍn
151
Skýringar við myndirnar.
íslensku húsgögnin.
7. mynd. Þess má geta um bekkinn og djúpa stólinn,
að sje risfjöl (stafir) framan á sætinu, svo sem sýnt er
á uppdráttunum, er ráðlegra að hafa hirslurnar undir
sætunum með loki að ofan, það er að segja: sætið verð-
ur á hjörum að ofanverðu og opnast að framanverðu
með leðurhanka, sem grópaður er í lokið. (Á bekknum
er sennilega rjettara að hafa hankana tvo). — Læsingu
er vitanlega hægt að setja á þessar hirslur, ef vill. —
Sje aftur á móti ekki höfð risfjöl, sem ekki er nauðsyn-
legt, þó það væri bæði laglegra og einkennilegra, þá er
íult svo þægilegt að hafa skúffur undir sætunum, eina
í stólnum, en tvær í bekknum, og má einnig hafa þær
læstar, ef vill.
Milligerðin milli slánna undir borðinu er sett til
skrauts, en má sleppa, ef þurfa þykir, þó er að henni
nokkur styrkur.
2. mynd. Hlaðborðin (Buffet) má jöfnumhöndumsmíða
þannig, að hurðirnar lcomi alveg framan á grindina,
koma þá hjöruy og skráargat út á hliðar skápsins, ell-
egar þá að láta hurðirnar falla innaní einsog sýnt er á
myndunum. Hverjum sæmilega högum manni er vork-
unnarlaust að saga út skrauthnútana og skera leggina
ávala hvern undir annan, svo sem sýnt er á uppdrætt-
inum, sama er að segja um höfðaletrið, sem skorið er
með hníf niður í fjalirnar á skúffunum. Höfðaletrið á
stærra hlaðborðinu er: Guð blessi matinn. Á því minna:
Guð laun.
Hornskápinn má hafa í svefnherbergi eða stofu eftir
vild.