Hlín - 01.01.1928, Qupperneq 155
Hlín
153
húsgögn, aðeins yfirstrokin með pólitúr, geta verið
skínandi falleg. Færi þó vel að lita með hnetutrjesbæs
(hnottrjeslit) ofan í útskurð, ef nokkur væri, er best
að gera það eftir að búið er að bera pólitúrinn á tvis-
var sinnum, má þá bera litinn yfir allan hinn útskorna
eða útsagaða flöt, og þurka hann svo burt með hálf-
votri ljereftsdulu, hverfur liturinn þá af öllum hæð-
um, en situr eftir nirðí. Hef jeg notað þá aðferð við
ýmsa útskorna hluti, og gerir það nokkuð gamallegan
og notálegan svip á hlutina. Þessa aðferð hef jeg einn-
ig haft við skrifstofuhúsgögn Gísla Johnsens konsúls í
Vestmannaeyjum og stól síra Magnúsar Helgasonar,
skólastjóra, fer það vel. — Þó þarf að bera pólitúr aft-
ur yfir litinn sem niðrí tollir.
Þá má og /fá ýmsa vatnsliti ef menn kjósa að lita
húsgögnin, svo sem mahognilit og hnottrjeslit, einnig
eru til fallegir grænleitir og gráleitir vatnslitir, sem
fara vel á húsgögnum. — Allir slíkir litir eru bornir á
bert trjeð og svo pólitúrinn á eftir, þegar litirnir eru
orðnir vel þurrir. Þó er nauðsynlegt að vatnsbera alla
húsmunina fyrst, hleypur þá trjeð upp undan vatninu,
síðan eru þær upphleypur fágaðar af með sandpappír,
þegar vatnið er þornað, áður en vatnsliturinn er borinn
á. — Þeir, sem þess óska, mega leita til mín með aðra
uppdrætti, í fullri stærð, af skrauti og píláraverki hús-
munanna, svo að þau gætu, að því leyti til, orðið frá-
brugðin hvert öðru, þó sama aðalteikning sje notuð,
mun jeg reyna að gera þá í hreinúm þjóðlegum stíl,
svo að þeir falli ekki síður inn í sitt umhverfi en skraut
það, sem sýnt er á þessum teikningum. Er þetta gert
til að forðast það, að þau húsgögn, sem smíðuð kunna
að verða eftir þessum uppdráttum, sjeu allstaðar ger-
samlega eins.
Einnig mundi jeg vitanlega geta sent hina útskornu
prýði húsmunanna fulltilbúna, ef þess yrði æskt, t. d.