Hlín - 01.01.1928, Page 156
154
Hlín
skúffuframstykki og hnútana, sem má setja saman
og líma eða skrúfa á, á eftir.
Laufaskurðurinn á húsgögnunum, hinn svonefndi
»Nótnaskurður« er sjerstaklega gamalt, íslenskt skraut.
Hann má einnig skera eins og sýnt er á litla listanum
á 1. mynd (neðan við borðfæturna). Er það mun hæg-
ara að stinga þannig gróp með sporjárni heldur en að
skera »nóturnar« méð bogalínu eins og sýnt er á áð-
aluppdráttunum.
Sennilega verður kostur á að fá fullkomnar vinnu-
teikningár eftir uppdráttum þessum á næstkomandi
vetri hjá Heimihsiðnaðarfjelagi íslands eða hjá und-
irrituðum.
Ríkaröur Jónsson.
Um myndirnar 7—15.
7. mynd. Flossessur ofnar úr dregnu togi. Grunnur-
inn er svartur eins og tíðkaðist á íslensku flosi og gliti
(áklæðum). Svarti grunnliturinn fer sjerstaklega vel
í útvefnaði. Ættum við ekki, Islendingar, að halda þeim
gamla og góða sið að hafa svartan undirlit á útvefn-
aði? — Það er sjei-kennilegt fyrir okkar land. -— Sig-
urður málari sagði, að svarti liturinn væri þjóðlitur
okkar fslendinga.
8. mynd. Sjal úr dregnu togi. Prjónagerðin er úr
Hannyrðabókinni gömlu. — Þetta má nota fyrir dúka
á borð engu síður en fyrir sjöl. — Togkamba (verð kr.
10.00) útvegar Heimilisiðnaðarfjelag íslands, Réykja-
vík, þeim sem þess óska.
9. mynd. Hempuborði þessi, sem var eign Þorbjarg-
ar, ljósmóður, Sveinsdóttur í Reykjavík, er um 10 cm.
á breidd. Kögrið er ofið sjer og saumað á. Hempur voru