Hlín - 01.01.1928, Side 157
Hltn
155
svartar, síðar yfirhafnir með errnum, notaðar af ís-
lenskum konum öldum saman, borðarnir voru hafðir
framan á börmunum og hempan krækt saman. —
Dregna togið í flosinu á borðunum er silkigljáandi og
næstum því óslítandi. Uppistaðan í borðanum er svart-
ur togþráður.
10. mynd. Gamlar öskjugerðir, sem ekki mega glat-
ast. Smáöskjur, af ýmsri gerð, mundu seljast mikið
1930, en vandað þarf verkið að vera og öskjurnar gljá-
dregnar, annars óhreinkast þær svo fljótt.
11. mynd. Blómaborð af ýmsri gerð, fyrir eitt blóm
og fleiri, má gera úr birkirenglum, bæði birktum og
óbirktum.
12. mynd. Það er flutt inn í landið fyrnin öll af gólf-
dúkum og gólfmottum. Við ættum að takmarka þann
innflutning og vinna þetta í landinu sjálfu, við höfum
nóg og góð efni að vinna úr og næga kunnáttu líka til
að gera það vel og snyrtilega. — Hæfir hverjum hand-
bragð sitt. — Sterkar og góðar gólfmottur ættu að vera
við allar útidyr á bygðu bóli, það eykur þrifnað. Og
snyrtileg smáteppi eða skínn er notalegt að hafa fyrir
framan rúm, jeg hef saknað þess við gestarúmin í
sveitunum. Nr. 1 er kaðlamotta úr Keflavík. Mottan er
saumuð saman úr fastfljettuðum lengjum. Einn þátt-
urinn í mottumiðjunni er barkaður, en ö 11 fljettan ut-
an með. — Fljettuna má líka reisa á rönd og leggja í
króka eins og sýnt er á litlu mottunni á 14. mynd. Slík-
ar mottur, og að sjálfsögðu líka aflangar, má ennfrem-
ur gera úr hrosshárs- og tuskufljettum. — Saumgarn-
ið, sem notað er í gólfmottur, þarf að vera vel vandað
og það má ekki láta mæða á því, þegar saumað er. —
Motturnar eiga að vera jafn fallegar beggja megin.
Nr 2 er lítil gólfábreiða frá Arngerðareyri við ísa-
fjarðardjúp, saumuð með marglitu, grófu íslensku