Hlín - 01.01.1928, Side 159
Hlin
157
eru furðanlega endingargóðar, laglegar og hlýlegar.
Litirnir á ívafinu — tuskunum — eru oftast hafðir eft-
ir því sem verkast vill og fyrir hendi er, en stundum
er litum hagað eftir fastri reglu og jafnvel hafður út-
vefnaður á renningunum og vandað mjög til. Breiddin
er 65 cm.
Nr. 7 er flosábreiða úr smátuskum, t. d. tuskum sem
eru of smáar í nr. 6 eða sem klipst hafa af. Uppistað-
an er hin sama og í nr. 6, en fyrirvafið smátuskur,
sem smeygt er inn í skilið með 3—4 þráða millibili, of-
in svo 8—4 skil á milli. -— Þetta er mjúk og þægileg á-
breiða fyrir framan rúm t. d. — Tuskurnar smeygjast
aldrei úr, af því ofið er á milli og slegið vel að. — Það
þarf ekki að klippa þetta flos jafnt, ef tuskurnar eru
hafðar nokkurnveginn jafnlangar, þegar klipt er nið-
ur, þá er það jafnvel skrítnara að hafa þær ekki hníf-
jafnar. Litum má haga eftir vild, flestir blanda litum
sem mest saman.
13. mynd. nr. 1. Lítil gólfábreiða kringlótfc, frá Isa-
firði, síheklað utanum snæri (best væri að hafa tog-
band í heklið).
Nr. 2 og nr. 5 partar af gömlum einskeftubrekánum
úr Borgarfjarðar- og Húnavatnssýslum. Litir: Jurta-
litir, steinlitur, sauðarlitir, fer ágætlega saman, heidur
sjer vel. Togþráður tvinnaður uppistaðan, 2 í hafaldi
(gróft ribs), lítið varpað, aðeins 10—12 þræðir
á þumlungi, svo uppistaðan hverfur alveg. Vefn-
aðurinn er »tentur« af því skift er um liti í ívafi. í-
vafið er tvinnað togband, ekki gróft. Brekánin voru
ofin tvíbreið, vel l/2 metri á hvern veg. Þyngd 3 kg.
Voru notuð í stað yfirsænga, breidd yfir rúm.
Nr. 3. Dálítil tvílit garðaprjónuð gólfábreiða frá
Arnkelsgerði í Múlaþingi, fjekk verðlaun hjá »Hlín«
1927. Tent þar sem litirnir koma saman, 2 garðar í
hverri tönn (stalli).