Hlín - 01.01.1928, Síða 179
PRJÓNASTOFAN .AÍALÍN'*. REYKJAVÍIí.
Pósthólf 565. — — — Sími 1690.
Prjónastofan framleiðir flest það sem prjónað verður úr út-
lendu bandi eða innlendu, úr silki, ull og baðmull. Handa kven-
fólki: Kvenbúningar, kápur, langsjöl, treyjur, peysur, sokkar,
legghlífar og nærföt af ýmsri gerð. — Handa karlmönnum:
Nærföt, sokkar (hálfsokkar og hnjesokkar), sportsokkar, leik-
fimisföt, peysur, vesti (hnept eða heil). — Handa börnum: Káp-
ur, kjólar, treyjur, peysur, sokkar, sportsokkar, klukkur, nærföt,
húfur. — Handa drengjum sjerstaklega: Nærföt, sokkar, útiföt,
inniföt, peysur, húfur. — Ýmislegt: Sessuver, ábreiður yfir rúm,
stóla, barnavagna o. s. frv. Gluggatjöld o. fl. — Verð er mis-
munandi eftir efnisgæðum og gerð á prjóni. — Reynið viðskiftin,
ef þjer þarfnist einhvers af þessu. Gerið smápantanir. Alt sent
gegn póstkröfu. — Kaupum gott þelband, helst einlitt, vel hvítt,
líka aðra liti. — Munið þá reglu, sem allir Islendingar ættu að
temja sjer: Sækið ekki út fyrir heimahagana, það sem þjer getið
gert sjálfir. Kaupið ekki útlenda vöru, ef hægt er að framleiða
jafn gott innlent. Styðjið íslenskan iðnað að öðru jöfnu.
Prjónastofan »Malín , Reylcjavík.
T R J E S M I f) J A N „F J Ö E N I R".
Kirkjustræti 10, Reykjavík. — Pósthóif 996.
Útvegar vel þurt efni af bestu tegund til allskonar trjesmíða:
Furu, birki, eik, eski, beyki, satin, mahogni, teak, hickori. Einnig
krossvið og' húsgagnaplötur af öllum fáanlegum þyktum og gæð-
um. — Leysir af hendi allskonar rennismíði. — Smíðar húsgögn,
hurðir og glugga eftir pöntun. — Fjöldaframleiðsla af amboðuvi,
allskonar sívölum sköftum og- ýmiskonar smáhlutum úr trje. —
Áhersla lögð á vandað efni og' vandaða vinnu. — Skrifið og biðj-
ið um nánari upplýsingar.
Sigfús Jónsson, frá Búrfelli.
BÓKBAND.
Ncmendur mínir frá Kennaraskólanum eða aðrir, sem við bók-
band fást sem heimilisiðnað, geta fengið verkfæri og alt sem til
bókbands þarf hjá Þorvaldi Sigui'ðssyni, bókbindara, Veltusundi
1, Reykjavík, Pósthólf 906. — Fyrir 50—60 krónur má fá öll
hin nauðsynlegustu áhöld til bókbands og nokkuð af efni. Gerið
pöntun sem fyrst. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. —
Þorvaldur Sigurðsson veitir frekari lcenslu í bókbandi þeim sem
þess óska, og heldur námsskeið í gyllingu.
Halldóra Bjarnadóttir,