Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 180
Heimilisiðnaðarfjelag íslands.
Vefnaðarnámsskeið verður haldið í Reykjavík á kom-
anda vetri 1929, frá 5. jan. til páska. Kenslugjaldið, 75
krónur, greiðist fyrirfram. Umsóknir ber að senda fyr-
ir 1. nóv. til formanns fjelagsins, Guðrúnar Pjeturs-
. dóttur, Skólavörðustíg 11, Reykjavík (sími 845). Alt
efni til námsskeiðsins fæst á staðnum. 7 stunda kensla
á dag. Kennari: Brynhildur Ingvarsdóttir.
Vefjarefni, vefjaráhöld og indigólit útvegar fjelagið
þeim sem þess óska. Peningar verða að fylgja pöntun
eða greiðast við móttöku. Pantanir sjeu stílaðar til
formanns fjelagsins: Guðrúnar Pjetursdóttur, Skóla-
vörðustíg 11, Rvík. — Nýi basarinn á Laugavegi 19,
hefur nokkuð af vefjarefni og vefjaráhöldum til sölu
fyrir heimilisiðnaðarfjelagið. —- Þar fást líka möpp-
urnar með íslensku vefnaðaruppdráttunum (1.00
mappan). útsalan útvegar skólum efni til burstagerðar
og bast, einnig áhöld og efni til útsögunar.
V efstólar. Heimilisiðnaðarfjelagið hefur nokkra
finska vefstóla til sölu með tækifærisverði (200 krón-
ur). Sköft fylgja, en ekki skeiðar nje höföld.
Ef þjer viljið, að fjelagið útvegi yður handavinnu-
efni eða áhöld, þá gerið pöntun sem allra fyrst, það er
dýrt og óþægilegt að senda með vetrarferðum, og
fjeiagið hefur ekki vörurnar fyrirliggjandi, nema að
mjög litlu leyti.
»Form og farge«, nýtt norskt heimilisiðnaðarblað útvegar
Sigfús Jónsson, Kirkjustræti 10, Keykjavík. Verð kr. 3.00 (mán-
aðarblað, 16 bls.).
SKÓGRÆKTARF.TELAG BJÖRGYINAR.
sem. nær yfir allan Vestur-Noreg, selur ýmiskonar trjáplöntur
og runna. — Fjelagið selur einnig allskonar girðingarefni (hent-
ugt garðanet: »Netting« 36X4X16 selt í 45 m. rúllum). Verðlisti
sendur ókeypis. Hafið samtök um pantanir. Smápöntunum er
ekki hægt að sinna. Utanáskrift: Bergen Skogselskab, Bergen.