Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 26
24
Hlín
ara og skólanefnd. — Þessi tilhögun hefur verið reynd
erlendis, og lítillega hér á landi líka, og gefist ágætlega.
Foreldi’arnir geta leitað álits fulltrúanna, ef á þarf að
halda, og þeir svo haldið fundi með sjer í sameiningu.
— Þessu hefur verið vel tekið, og fulltrúarnir sótt skól-
ann vel og látið í ljós ánægju sína yfir að kynnast skól-
anum persónulega.
Það er enginn efi á því, að með þessu fyrirkomulagi
mætti stórlega bæta skólana. Yrði hægt að fá úrval
foreldranna til þess að sækja skólann og kynnast hon-
um, yrðu framfarir hans alt aðrar. Kennarar og nem-
endur kunna heimsóknunum vel, þykir vænt um af-
skiftin og leggja sig betur fram en ella. Afskiftaleysi
manna og skilningsleysi á uppeldismálum yfirlei'tt, og
á starfi skólanna og hugsjónum sjerstaklega, hamlar
mjög framgangi fræðslumálanna í landinu. — Það
þarf ágætis áhuga til þess að vinna altaf jafn vel, þó
enginn veiti starfsemi manns athygli, nema þegar
finna þarf að. Það gera ekki nema úrvalsmenn að hug-
sjónum og mannkostum. Afskiftaleysið er verst, þó það
sje ilt að fá skammir fyrir störf sín, þá er hitt þó enn
verra að vera ekki einu sinni virtur þess að vera
skammaður.
Þar sem góð samvinna og samúð er milli skólans og
heimilanna, þar er skólanum borgið, þar sjá menn ekki
eftir því fje, sem til skólans er varið, og vilja leggja á
sig þungar byrðar til þess, að skólarnir verði sem full-
komnastir. Og kennararnir leggja á hinn bóginn fram
krafta sína til hins ýtrasta og vinna með gleði að starfi
sínu, en á því vill að vonum verða misbrestur, þar sem
afskiftaleysi ríkir og alt er talið eftir og skorið við
neglur sjer, er skólarnir þurfa með,-
Kensla barna er erfitt starf og vandasamt, erlendis
er alment álitið, að kennarar sjeu allra manna þreytu-
legastir. Það veitir ekki af að ljetta þeim starfið. Það