Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 59
fflln
57
Litun.
Eftir tilmælum Halldóru Bjarnadóttur, hef jeg lát-
ið til leiðast að skrifa nokkur orð um litun. Mun sjálf-
sagt mörgum þykja undarlegt að jeg, kaupstaðarbarn-
ið, skuli fara að skrifa um þá hluti. En reynsla mín
sem vefnaðarkennari hjer við Kvennaskólann undan-
farandi ár hefur kent mjer, að við eigum sem mest að
nota okkar eigið íslenska band og heimalitun. Fyrver-
andi forstöðukona Kvennaskólans, Kristjana Pjeturs-
dóttir frá Gautlöndum, var sjerstakur litarsnillingur,
enda hafði hún áhuga fyrir öllu, sem viðkemur is-
lenskum heimilisiðnaði. Það skal tekið fi’am, að Gefjun
hefur vei’ið okkur sjerstaklega lipur og hjálpsöm með
marga góða liti í vefjargrunna. — Við höfum aðallega
notað liti, sem við höfum paixtað frá litarverksmðiju í
Svíþjóð, Herdens farvefabrik í Falun. Ennfremur höf-
um við haft »Nui'alin«-lit, sem fæst í verslunum hjer
og reynist vel, og svo nokkra íslenska liti, aðallega
mosalit. Jeg held að mjer sje óliætt að fullyrða, að
mosalitun hafi tekist best af allri litun hjá okkur, enda
hafa margir ekki ti-úað, að gulbrúnu litirnir, sem við
höfum notað í vefnað, væru mosalitir, aðallega af því,
að bandið er algerlega lyktarlaust, en annars munu
flestir hafa á móti mosalit vegna þess, hve erfitt fólki
hefur veitst að fá hann lyktarlausan. Ekki þarf þó ann-
að en að skola hann vel og láta bandið síðan liggja í
mjólkursýru, eða di'ukk, nokkra stund. Til þess að
festa litinn og gera hann sem best »ekta«, höfum við
jafnan soðið litarefnið í saltvatni, ýmist haft salt með
litnum, eða soðið það hálftíma í saltvatni á eftir. Mosa-
litinn sjóðum við 1—2 tíma. Mörgum veitist erfitt að
fá nógu mörg falleg litbrigði til vefnaðar, en ef band-