Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 67
líiin
65
veitir, ætti að geta sjeð ,um, að enginn verði útundan,
og að fræðslan sje við hæfi á hverjum stað.
Konurnar hafa sýnt það í fjelagsskap sínum, að þær
kunna að fara með fje. Mörg fjelögin hafa aflað mikils
fjár, og hafa sýnt, að þær kunna að gæta fengins fjár
hyggilega, fjeð verður drjúgt í höndum þeirra. Það
er víst alveg óhætt að lofa þeim að hafa allan veg og
vanda af umferðarkenslunni. Búnaðarþingsnefndin,
sem fjallaði um þetta mál, rjeð konunum til að sækja
beint til Alþingis, fara þar engar krókaleiðir, konun-
um væri treystandi til að hafa sín fjármál sjálfar.
Hafi nefndin þakkir fyrir það traust, sem hún sýndi
konunum með þessu, þær munu ekki láta það til
skammar verða.
Konur eru orðnar þó nokkuð æfðar í að vinna saman
í fjelagsskap, og hafa þegar unnið stórmikið gagn í ís-
lensku þjóðlífi á þann hátt. En þær finna æ betur mátt-
inn í samtökunum eftir því sem starfssviðið víkkar og
fjelagsskapurinn getur meiru og fleiru áorkað til nytja
fyrir land og þjóð.
Hið nýstofnaða samband hefur skilyrði til að lyfta
þungum byrðum, og vjer væntum mikils af því, og von-
um að það beri gæfu til að vinna landi og þjóð mikið
gagn eins og forgöngukonur fjelagsskaparins hafa
huga á.
Halldóra Bjamadóttir.
5