Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 110
108
Hlln
Sitt af hverju.
Gufupotturinn.
Pottur þessi er gerður í Ameríku, og' má lieita nýr á mark-
aðinum erlendis, og' er alveg óþektur hjer á landi, en er þó þess
verður að breiðast út hjer.
Potturinn er steyptur úr hreinu alúminium, engir saumar eða
hnoðnaglar eru á honum. Botninn er IV2 cm. á þykt, en hlið-
arnár Yt cm.. Potturinn á að geta enst heilan mannsaldur, þó
hann sje í stöðugri brúkun. Á lokinu er hita- og þrýstimælir, sem
sýnir bæði hitan og þrýstinginn, líka er þar öryggishani, sem
hleypir út gufu, ef hiti verður of mikill. Þá er á iokinu loft-
skrúfa, sem notuð er til að hleypa út gufu, þegar búið er að
sjóða og opna þarf pottinn.
Pottinum fylgja 5 alúminium pönnur, ein gufusuðupanna, ein
grind, tvö pör af undirstöðupinnum, 5 slár og 2 pottkrókar. Pott-
urinn er búinn til í 5 stærðum: 6, 10, 17, 18 og 25 lítra.
Húsmæður, sem hafa komist upp á að nota pottinn, finst þær
ekki geta án hans verið. Margt hefur hann sjer til ágætis: Spar-