Hlín - 01.01.1936, Page 5
Sólarkvæði.
Kvæði um samlíking sólarinnar
við góða kvinnu.
Hvað er fegra en sólar sýn,
þá sveimar hún yfir stjörnu rann?
Hún vermir, hún skin
°g hýr gleður mann.
Pegar fögur heims um hlíðir
heilög sólin loftið prýðir,
lifnar hauður, vötn og víðir,
voldugleg er hennar sýn.
Hún vermir, hún skín.
Með hæstu gleði herrans lýðir
horfa’ á glampa þann.
Hún vermir, hún skín
og hýr gleður mann.
Á fjöllum hennar geislar glóa,
grotnar ís um holt og flóa,
drífur varmi í dalina mjóa,
dýrðar gáfan eins og vín.
Hún vermir, hún skín.
Allskyns fögur eplin gróa
út um veraldar rann.
Hún vermir, hún skín
og hýr gleður mann.
Dýrin leika, Iaufin hanga,
liljur blakta, en skipin ganga,
til lands og sjóar seggir spranga,
söngurinn fugla hvergi dvín.