Hlín - 01.01.1936, Page 6
4
Hlín
Hún vermir, hún skín.
Loftsins jarðar yl og anga
enginn missa kann.
Hún vermir, hún skín
og hýr gleður mann.
ÖH náttúran brosandi breiðir
blíðan faðm og sig til reiðir,
þegar að veldis hringinn heiðir
og hennar ljóma augnabrýn.
Hún vermir, hún skín.
Gengur áfram lofts um leiðir,
lýjast aldrei kann.
Hún vermir, hún skín
og hýr gleður mann.
Bráðlega sölnar foldin fríða,
farfinn lofts og blóminn hlíða,
þá ofan slær í æginn víða
ágæt sólin geislum sín.
Hún vermir, hún skín.
Ailra handa skepnur skríða
í skjól um veraldar rann.
Hún vermir, hún skín
og hýr gleður mann.
Orðið herrans helgra dóma
og hreinferðugrar kvinnu sóma
samlíkt er við sólarljóma,
þá situr hún hýr að verkum sín.
Hún vermir, hún skín.
Um hennar dygðir, hefð og sóma
hljómurinn víða rann.
Hún vermir, hún skín
og hýr gleður mann.