Hlín - 01.01.1936, Síða 9
Hlín
7
Fundargerð
Sambands norðlenskra kvenna árið 1936.
Þriðjudaginn 30. júní 1936 var aðalfundur Sambands
norðlenskra kvenna (hinn 23.) settur og haldinn í
hjeraðsskólanum á Laugum í Reykjadal í Suður-Þing-
eyjarsýslu.
Mættir voru: Formaður, ritari, gjaldkeri og 12 full-
trúar.
1. Fulltrúafundur. Fulltrúafundur var haldinn kl. 10
f. h. sama dag. Var þar samin dagskrá fundarins og
kosinn aðstoðarritari: Þorfinna Dýrfjörð, Siglufirði. —
Ennfremur voru kosnir endurskoðendur reikninganna,
þær Hólrnfríður Pjetursdóttir, Arnarvatni og Þóra
Stefánsdóttir, Hjalteyri.
2. Nefndarkosning. Skipuð var nefnd til að undirbúa
hjúkrunarmálið: Vjedís Jónsdóttir, Litluströnd, Sólveig
Pjetursdóttir, Völlum, Anna Sigurðardóttir, Akureyri,
Rósa Einarsdóttir, Stokkahlöðum og Þóra Stefánsdótt-
ir, Hjalteyri.
Þá voru kosnar 3 konur í nefnd til þess að athuga
lög Sambandsins: Þóra Stefánsdóttir, Margrét Jósefs-
dóttir, Siglufirði, Hólmfríður Pjetursdóttir.
Aðalfundur hófst kl. IV2 e. h. — Formaður S. N. K.,
Guðný Björnsdóttir, setti fundinn og bauð fulltrúa og
gesti velkomna, því næst var sunginn sálmur.
3. Ný fjelög. Fundinum barst inntökubeiðni frá þess-
um fjelögum: Kvenfjelagi Öxndæla, Eyjafjarðarsýslu
og Sambandi Austur-Húnvetnskra kvenna. Fjelögum
þessum var veitt inntaka og þau boðin velkomin í
hópinn,