Hlín - 01.01.1936, Side 10
8
Hlín
4. Fulltrúatal.
Þessir fulltrúar voru mættir:
Frá kvenfjelaginu „Von“, Siglufirði: Þorfinna Dýr-
fjörð, Margrjet Jósefsdóttir.
Frá kvenfjelaginu „Hlíf“, Akureyri: Anna Sigurðar-
dóttir.
Frá kvenfjelaginu „Baldursbrá11, Glerárþorpi, Efjs.:
Soffía Stefánsdóttir.
Frá Kvenfjelagi Svalbarðsstrandar: Nanna Valde-
marsdóttir, Hulda Laxdal.
Frá Hjeraðssambandi eyfirskra kvenna: Rósa Einars-
dóttir, Guðrún Jónasdóttir.
Frá „Kvennabandinu“, V.-Húnavatnssýslu: Jónína S.
Líndal.
Frá Kvenfjelagssambandi Suður-Þingeyinga: Vjedís
Jónsdóttir, Hólmfríður Pjetursdóttir.
Frá kvenfjelaginu „Freyja“, Arnarneshreppi, Efjs.:
Þóra Stefánsdóttir.
Fundinum barst skeyti frá Kvenfjelagi Keldhverf-
inga N.-Þing., þar sem þær skýrðu frá að þær, vegna
mislingahættu gætu ekki sent fulltrúa á fundinn.
Lesin upp síðasta fundargerð.
5. Skýrslur formanns og fulltrúa.
Skýrsla formanns. Formaður gaf yfirlit yfir starf-
semi Sambandsins á liðnu ári. Gat þess, meðal-ann-
ars, að S. N. K. hefði nú 2 garðyrkjukonur starfandi
á sambandssvæðinu. Starfar önnur þeirra, Sigríður
Sveinbjarnardóttir, á svæðinu frá Akureyri til Dalvík-
ur, en hin, Svafa Skaftadóttir, í Suður-Þingeyjarsýslu.
— Þá hefur Sambandið, eftir samþykt síðasta aðal-
fundar, veitt 2 fjelögum styrk til plöntukaupa, 50.00
kr. hvoru: Kvenfjelaginu „Freyja“, Arnarnesshreppi,
og Kvenfjelaginu „Tilraun11, Svarfaðardal. — Einnig
gat formaður þess, að fyrir milligöngu S. N. K. hefði