Hlín - 01.01.1936, Side 11
Hlín
9
Rauði kross íslands haldið námsskeið í hjúkrun og
hjálp í viðlögum í Húnavatns- og Strandasýslum. Sam-
bandið hafði ekki annan kostnað af námsskeiðum þess-
um, en lítillega af undirbúningnum. — Þá skýrði for-
maður frá því, að S. N. K. hefði ekki haft nægilegt fje
til þess að kosta 2 garðyrkjukonur, þó von væri um
nokkurn styrk frá Kvenfjelagasambandi íslands, svo
stjórnin hefði horfið að því ráði að sækja um styrk til
búnaðarsambanda þeirra sýslna, sem garðyrkjukonurn-
ar starfa hjá, og hefði eyfirska sambandið heitið 200.00
kr. styrk, en þingeyska sambandið 150.00 kr.
6. Skýrslur fulltrúa.
Þarnæst gáfu mættir fulltrúar skýrslur um starfsemi
fjelaga sinna. Kom það í ljós, að fjelögin hafa fjöl-
breytt og merkileg störf með höndum og að þau hafa
komið mörgu góðu og gagnlegu í framkvæmd.
Ennfremur bárust skýrslur frá 3 fjelögum, sem ekki
höfðu ástæður til að senda fulltrúa:
Hinu skagfirska kvenfjelagi, Sauðárkróki.
Kvenfjelaginu „Glæður“, Hólmavík, Str.
Kvenfjelaginu „Snót“, Kaldrananeshreppi, Str.
Þessar skýrslur voru lesnar upp á fundinum. —
Fimm fjelög sendu hvorki fulltrúa nje skýrslu.
Formaður þakkaði fulltrúunum fyrir ýtarlegar og
vel fluttar skýrslur.
Þá var gefið fundarhlje til kaffidrykkju.
7. Sýning.
Skoðuð sýning á handavinnu Húsmæðraskólans.
Fundur hófst að nýju kl. 5.
8. Garöyrkjumál.
Framsögu hafði Sólveig Pjetursdóttir, Völlum.
Taldi hún að garðyrkjumálið mundi vera eitt af