Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 13
Hlín
11
þess beri að krefjast, að læknar við sjúkrahús taki
stúlkur til kenslu, sem síðan geti farið út um sveitirnar
til hjálpar. — Margar konur tóku til máls og kom þeim
öllum saman um, að þörfin á hjálparstúlkum, sem
hefðu fengið nokkra hjúkrunarmentun, væri mjög
brýn. — Nefnd sú, sem kosin var fyr á fundinum til að
undirbúa þetta mál, kom fram með eftirfarandi tillögu:
„Aðalfundur S. N. K. skorar á fjelagsdeildirnar að
beita sjer fyrir því, að hafa hjálparstúlkur starfandi á
fjelagssvæðinu. Hjálparstúlkur þessar hafi notið 3—6
mánaða hjúkrunarnáms við eitthvert sjúkrahús lands-
ins. Sökum þess, að fjárhag fjelaganna er þannig hátt-
að, að þau geta ekki greitt það kaup, sem lærðar hjúkr-
unarkonur krefjast, skorar fundurinn á Læknafjelag
íslands að leyfa hjálparstúlkum þessum 3—6 mánaða
nám við sjúkrahús landsins.“ — Tillagan var samþykt
umræðulaust.
Fundurinn samþykti að kjósa nefnd til að undirbúa
Iiúsmæðrafræðslumálið til næsta dags. Kosningu
hlutu: Jónína S. Líndal, Vjedís Jónsdóttir, Rósa Einars-
dóttir, Hólmfríður Pjetursdóttir og Guðný Björnsdóttir.
10. Kosning jullrúa á Landsþing kvenna.
Þar sem dagur var nú að kvöldi kominn og ekki
vanst tími til að taka fyrir næsta mál á dagskrá, var á-
kveðið að kjósa fulltrúa á næsta Landsþing kvenna.
Kosnar voru fyrir Eyjafjarðarsýslu: Sólveig Pjeturs-
dóttir, Völlum, og til vara Margrjet Jósefsdóttir, Siglu-
firði. Fyrir Húnavatns- og Strandasýslu: Jónína S. Lín-
dal, Lækjamóti, og til vara: Jakobína Jakobsdóttir,
Hólmavík. Fyrir Skagafjarðarsýslu: Hansína Bene-
diktsdóttir, Sauðárkróki, og til vara: Rannveig H. Lín-
dal, s. st.
Þennan dag voru mættar 40—50 konur á fundinum.
Fundinum var slitið með söng.