Hlín - 01.01.1936, Page 15
Hlín
13
kvæmanleg vegna gjaldeyrisvandræða og hafta, beinir
fundurinn þeirri áskorun til Sambandsdeildanna að
gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að vefnað-
ur og vjelprjón aukist á sambandssvæðinu. Skorar
fundurinn jafnframt á innflutningsnefnd að leyfa inn-
flutning á útlendu vefjarefni og vefjarskeiðum.
3. Fundurinn samþykkir að styðja að útgáfu Vefnað-
arbókarinnar, sem s. 1. 4 ár hefur verið ókeypis fylgi-
rit „Hlínar“ með 50.00 á ári í þrjú ár. Það er gert ráð
fyrir að bókinni verði lokið að fimm árum liðnum og
að hún taki fyrir fleiri greinar handavinnunnar.
Tillögur þessar voru allar samþyktar.
13. Húsmæðrajrœðsla.
Framsögu hafði Jónína S. Líndal.
Benti hún á, að nú stæðu konur landsins mun betur
að vígi, hvað húsmæðrafræðslu snerti en áður, þar sem
svo margir húsmæðraskólar væru nú starfandi í land-
inu, en þó taldi hún kaupstaði landsins vera orðna á
eftir í þeim efnum.
Nokkrar konur tóku til máls. — Þá voru samþyktar
eftirfarandi tillögur frá undirbúningsnefndinni:
1. Fundurinn er samþykkur tillögum frá 3. lands-
þingi kvenna í Reykjavík 1935, að undirbúningur sje
hafinn um stofnun kenslukvennaskóla í húsmóðurfræð-
um og sje hann í sambandi við einhvern af húsmæðra-
skólum landsins.
2. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að hús-
mæðraskólarnir í sveitum landsins ná æ meiri og meiri
viðurkenningu, en skorar jafnframt á bæjarfjelög
landsins að vinna meira að húsmæðrafræðslu í kaup-
stöðunum, t. d. með því að koma á hjá sjer skólaeld-
húsum.
Þá kom fram tillaga frá Hólmfríði Pjetursdóttur, er
var samþykt.