Hlín - 01.01.1936, Síða 16
14
Hlín
3. S. N. K. skorar á Kvenfjelagasamband íslands að
útvega og kosta vel hæfa konu, sem ferðist um landið,
flytji erindi og gefi konum leiðbeiningar um bætta
híbýlaskipun og vinnuaðferðir á heimilunum.
í sambandi við umræðurnar um skólamál kom fram
svohljóðandi tillaga frá Rósu Einarsdóttur, Stokka-
hlöðum:
Fundur S. N. K. skorar á skólanefndirnar í sveitum
landsins að taka nú þegar upp handavinnukenslu í
sambandi við barnaskólana.
14. Kveðjuskeyti.
Þá barst fundinum kveðjuskeyti frá Halldóru Bjarna-
dóttur, sem stödd var á Hallormsstað.
Kaffihlje.
Þennan dag sátu fundinn 60—70 konur.
15. Lög S. N. K.
Kl. 41/2 hófst fundur að nýju og voru lög S. N. K.
tekin til athugunar. Höfðu komið raddir fram um það
á fundinum, að fjelögin væru ekki allskostar ánægð
með sum atriði í Sambandslögunum, sjerstaklega 6. gr.
Nefnd sú, sem kosin var daginn áður til að athuga
þetta mál, lagði til að því væri vísað heim í deildirnar
til umsagnar fyrir næsta aðalfund.
16. Kosinn gjaldkeri S. N. K.
Gjaldkeri, Sólveig Pjetursdóttir, lýsti því yfir að
hún gæti ekki tekið við endurkosningu. Var þá kosinn
gjaldkeri, Svafa Stefánsdóttir, kennari, Akureyri, og
til vara Anna Sigurðardóttir, Aðalstræti 8, Akureyri.
Jónína S. Líndal þakkaði fráfarandi gjaldkera vel unn-
ið starf og bað fundarkonur klappa fyrir henni.
17. Aðalfundur S. N. K. 1937.
Samþykt var að næsti aðalfundur yrði haldinn á