Hlín - 01.01.1936, Page 17
Hlín
15
Sauðárkróki, ef „Hið skagfirska kvenfjelag“ gæti veitt
honum viðtöku.
18. Reikningar S. N. K.
Þá voru reikningar Sambandsins lesnif upp og höfðu
endurskoðendur ekkert haft við þá að athuga og voru
þeir því samþyktir umræðulaust.
19. Ársritið „Hlín“.
Konur þær, er sátu fundinn þennan dag sendu Iíall-
dóru Bjarnadóttur 132.00 kr., sem viðurkenningarvott
fyrir hinn mikla dugnað og ósjerplægni, sem hún hefur
sýnt með útgáfu „Hlínar“.
Fundi slitið með söng.
Guðný Björnsdóttir
fundarstjóri.
Gunnlaug Kristjánsdóttir. Þorfinna Dýrfjörð.
fundarritarar.
Fundurinn var haldinn á vegum Kvenfjelagasm-
bands Suður-Þingeyinga. Móttökur og öll aðbúð var
hin prýðilegasta. — Meðan á fundinum stóð var opin
sýning á handavinnu Húsmæðraskólans. Vakti hún
mikla aðdáun og ánægju meðal fundarkvenna. — Er-
indið, sem Jónína S. Líndal flutti og sem hún nefndi
„Vinnuvísindi heimilanna“, var og mjög rómað.
Að loknum fundi bauð Kvenfjelagasamband Suður-
Þingeyinga öllum fundarkonum til kaffidrykkju í
Hjeraðsskólanum; var þar veitt af þingeyskri gestrisni,
flutt frumort kvæði, haldnar ræður og sungin. fögur
ljóð. — Kvöddu svo fundarkonur skólana með þökk og
hlýju í ljúfum geislum miðnætursólarinnar. — Sjer-
stakt þakklæti vottar fundinn forstöðukonu Húsmæðra-
skólans, Kristjönu Pjetursdóttur, fyrir þær alúðlegu
hlýju móttökur og viðmót, sem fundarkonur áttu við
að búa sem gestir hennar í Húsmæðraskólanum.