Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 19
klín Í7
ög tvö saumanámsskeið og lagt nokkurt fje til þeirra.
Auk þess hefur fjelagið gefið eitt þúsund krónur til
leikfimishússbyggingar, og hátt á þriðja hundrað krón-
ur til nýlega stofnaðs barnavinafjelags, svo að menn-
ingarmál æskulýðsins hefur það látið sig nokkru skifta.
í kristnitrúboðssjóð hefur fjelagið lagt nær 600 krón-
ur á þessum árum.
Þátttaka meðlima í störfum fjelagsins hefur verið
mjög almenn og fjelagslíf því gott.
Hjer hefur þá í fáum dráttum verið rakinn tíu ára
ferill fjelags þessa. Þótt ekki sje um stór afrek að
ræða, má vera að skýrsla þessi geti orðið einhverjum
konum hvöt til samtaka, því að enn eru konur víða um
land of tregar til fjelagslegrar samvinnu.
Akranesi, í aprílmánuði 1936.
Svafa Þórleifsdóttir.
Kvenfjelagið »Einingin« í Borgarfirði eystra 20 ára.
Fjelagið var stofnað 12. sept. 1915. Fyrstu tildrög til
fjelagsstoínunar voru þau, að konum fanst erfið sam-
vinna án fjelagsskaþar, er þær sumarið fyrir hjeldu
listmálara til að mála altaristöflu, er þær svo gáfu
Bakkagerðiskirkju ásamt vönduðu altarisklæði.
Samkvæmt fjelagslögum er tilgangur fjelagsins að
efla samvinnu kvenna í Borgarfjarðarhreppi og vinna
að málefnum, er stuðlað geti að heill einstaklinga,
sveitarinnar eða þjóðarinnar.
Aðalstarfsemi fjelagsins hefur verið ýmiskonar líkn-
arstarfsemi, svo sem gjafir til fátækra og styrkframlög
til sjúkra. Hefur fjelagið á þessum 20 árum varið um
1200 krónum , beinum fjárframlögum til sjúkra og fá-
tækra, auk nokkurra fatagjafa. — Einnig sá fjelagið
2