Hlín - 01.01.1936, Síða 20
Í8
Hltn
sjúku og móðurlausu barni fyrir hjúkrun og samastað
í nokkra mánuði, meðan það lifði. — Fjelagið hefur
lagt 500 kr. í sjúkrasjóð og var hann um síðustu ára-
mót kr. 1336,29. Eftir að hann var orðinn 1000 kr. hef-
ur 9/10 af vöxtunum verið úthlutað sem sjúkrastyrk.
Og hefur stjórn fjelagsins þannig látið af hendi 277 kr.
á 4 árum. — Þá hefur fjelagið styrkt ýms nytsöm fyrir-
tæki með fjárframlögum, svo sem til Landsspítalans
100 kr., til Hallormsstaðaskóla 150 kr., til Kvennaheim-
ilis í Rvk. 50 kr.
Einnig innansveitar gengist fyrir garðyrkjustarfsemi
og haldið garðyrkjukonu sumarlangt í samlögum við
kvenfjelag næstu sveitar. Hefur sú starfsemi borið
góðan árangur og orðið sveitinni til mikillar nytsemd-
ar. Fjelagskonur komu sjer upp matjurtagarði, er þær
starfræktu sem fjelagseign, en hafa nú ákveðið að
breyta honum í skrúðgarð. — 100 kr. hefur fjelagið
lagt til orgelkaupa í samkomuhús hreppsins og 100 kr.
til ofnkaupa í kirkjuna. 1932 eignaðist fjelagið vandaða
prjónavjel og hafa síðan árlega verið haldin prjóna-
námsskeið af lærðum prjónakonum innan fjelagsins,
og hefur fjöldi af konum og unglingum þannig lært
kostnaðarlítið að prjóna fyrir heimili sín. — Þá var að
tilhlutun fjelagsins einn veturinn haldið námsskeið í
síldarmatreiðslu, sóttu það yfir 20 konur, bæði utan
fjelags og innan.
Á fyrstu árum sínum, hafði fjelagið barnasamkomur
á hverjum vetri, en nú á seinni árum í samlögum við
aðrar konur hreppsins og er það jafnframt stærsta og
almennasta skemtisamkoma sveitarbúa. — Tekna hefur
fjelagið aflað sjer með skemtisamkomum, hlutaveltum,
happdrætti, leiksýningu o. fl. — Hefur fjelagið jafnan
notið velvildar hreppsbúa og fjelagskonur lagt á sig
mikið og óeigingjarnt starf í þágu þess.
Fundir hafa verið haldnir mánaðarlega, að forfalla-