Hlín - 01.01.1936, Síða 21
lausu, nema um hásumariö, og hafa konur á seinni ár-
um skifst á eftir ástæðum að hafa þá heima hjá sjer,
hefur þá jafnan í fundarlokin verið slegið upp í kaffi-
drykkju og gleðskap. — Stundum hafa konur farið
sameiginlega skemtiferð að sumrinu á einhverja fal-
lega staði í sveitinni, og hefur það verið margri kon-
unni eina upplyftingin og ferðalagið það árið. — Fje-
lagið telur 20 meðlimi og er í „Sambandi austfirskra
kvenna“. — Samkomulag og eining hefur jafnan ríkt
meðal fjelagskvennanna og fjelagið því borið nafn með
rentu.
Ingunn J. Ingvarsdóttir.
Kvenfjelag Vopnafjarðar.
Yður langar til að frjetta um kvenfjelagið hjerna, en
þó jeg sje nú að heita má dauður meðlimur fjelagsins,
því jeg er svo afskekt, ætla jeg að segja yður það sem
jeg veit í stuttu máli, það helsta:
Kvenfjelag Vopnafjarðar er nú 30 ára gamalt (stofn-
að 12. febrúar 1906). Öll þessi ár hefur það starfað af
miklum áhuga í góðri og óeigingjarnri samvinnu.
Stefnuskrá fjelagsins var í byrjun og er að mestu
leyti enn líknarstarfsemi. Og fyrstu árin var þessi starf-
semi skipulögð þannig, að skifta skyldi tekjum fjelags-
ins 1 þrjá parta: Einn var gefinn til byggingar Lands-
spítalans, annar til sjúkrahúss hjer á staðnum og sá
þriðji átti að skiftast milli bágstaddra og sjúkra á
starfssvæði fjelagsins. — Á þennan hátt lagði fjelagið
töluverðan skerf til Landsspítalans og sjúkrahússins
hjer, eftir því sem peningaupphæðir gerðust á þeim
tíma. En brátt kom það í ljós, að þörfin á hjálp til ein-
staklinga var meiri en svo, að fjelagið gæti hjálpað
þeim, sem bágast áttu, með því að hafa bundnar hend-“
2