Hlín - 01.01.1936, Page 23
Hlín
21
deild, og heíur hún samkomustað sinn á Hofi og hefur
komið þar upp samkomuhúsi (skúrbyggingu, sem er
einn samkomusalur, sem skemtun fer fram í), en að
öðru leyti hafast samkomugestir við í bæjarhúsum
Hofs. — En fjelagið hefur sameiginleg fjármál, ef um
nokkuð sjerstakt er að ræða, að því er jeg best veit.
Það er ósk mín og bæn til fjelagsins um þetta 30 ára
afmæli þess, að því takist framvegis að fylgja þeirri
hugsjón sinni, að starfa sjálfstætt, og að það geti hjer-
eftir sem hingað til haldið góðri samvinnu fjelags-
kvenna og vinsældum almennings.
Fagradal, í febr. 1936.
Oddný Wium.
Kvenfjelagið »Einingin« í Fljótsdal
er um 30 ára gamait. Stofnandi fjelagsins er frú Hans-
ína Benediktsdóttir, sem þá var lækniskona á Brekku.
Hún átti frumkvæði að því, að fjelagskonur eiga nú
flestar trjá- og blómagarða við heimili sín og hefur það
orðið heimilismönnum- til mikillar ánægju.
Fjelagið tók stúlkubarn á 1. ári til fósturs, þegar
móðir barnsins, sem var ein fjelagskonan, veiktist og
þurfti á heilsuhæli og dó þar skömmu síðar. Litla
stúlkan hefur verið á sama heimili öll árin, hjá góðri
konu, sem lætur henni líða vel. Hún er vel hraust og
eínilegt barn, nú 10 ára gömul. Kvenfjelagið hugsar
sjer að sjá um litlu stúlkuna til fermingaraldurs.
Þess má geta, að flestar fjelagskonur sem farið hafa
úr dalnum til þess að leita sjer lækninga utanhjeraðs,
hafa fengið styrk frá fjelaginu.
Fjelagið stofnaði á síðasta ári barnabókasafn,. það