Hlín - 01.01.1936, Síða 24
22
Hlín
lagði fram stofnfje til bókakaupa, en börnin, sem nota
safnið, leggja fram 0.50 kr. á ári.
Kvenfjelagið hefur styrkt eina stúlku til náms í
Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Borgaði fyrir hana
skólagjald og námskostnað fyrra árið, en lánaði henni
skólakostnaðinn seinna árið.
Kvenfjelagið hefur árlega samkomu á Sumardaginn
fyrsta til ágóða fyrir fjelagsskapinn og selur þá veit-
ingar, en öll börn fá þær ókeypis. Einnig selur það
veitingar í rjettum á haustin, en börn fá þar einnig ó-
keypis góðgerðir.
Til þess að auka tekjur fjelagsins, lögðu flestar fje-
lagskonur kartöflur inn í reikning fjelagsins í Kaup-
fjelagi Hjeraðsbúa á s. 1. hausti. Hjer er mikil kartöflu-
rækt.
D.
Endurskin.
Fermingarrœða flutt í Húsavík, sl. 21. maí,
af sjera FRIÐRIK A. FRIÐRIKSSYNI.
»Því aö Guð, sem sagði: Ljós skal skína fram úr
myrkri, hann ljet það skína í hjörtu vor, til þess
að birtu legði af þekkingu vorri á dýrð Guðs, eins
og hún kom í ijós í ásjónu Jesú Krists.« (2. Kor.
4, 6).
Vjer minnumst þessara orða Ritningarinnar: - „Einn
er meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn
Jesús Kristur,“ Menn hafa enn ekki orðið á eitt sáttir