Hlín - 01.01.1936, Page 28
26
Hlín
í raun og veru er engin sjálflýsandi sól, nema einn,
það er Guð. Því að jafnvel ásjóna Jesú Krists var upp-
ljómuð af ljósinu að ofan. Vjer erum öll, þegar best
lætur, reikistjörnur. En mismunur er á endurskini
þeirra. Mismunur er á mönnunum, í þessu tilliti. Sum-
ir þeirra virðast geta lyft, að einhverju leyti, fortjaldi
leyndardómanna,/ og „skygnst um í hið hulda, sem
nokkuð er fjær.“
Sumir eiga þá trú, er vötn, vindar og eldar hlýða.
Sumir fá læknað líkamleg mein fyrir kraft heilags
anda. En ennþá er þroska mannkynsins ekki skilað
lengra á leið en svo, að þeir eru tiltölulega fáir, sem
gæddir eru svo stórfeldum náðargáfum. Sjálfur get jeg
ekki stært mig af neinni þeirra. Og þó finst mjer jeg
eiga rjett á mjer sem reikistjarnan — plánetan, sem
ekki er sjálflýsandi, en endurvarpar þó fúslega því
ljósi, sem á hana hefur skinið. Vjer eigum öll slíkan
rjett á oss. Því að á oss öll hefur ljós Guðs skinið, með
margvíslegum hætti — í ástúðlegri umhyggju trú-
rækinna foreldra; í yndisleik, tign og ómæli náttúr-
unnar í stærð og smæð; í mildilegri ásjónu Jesú Krists,
eins og hún birtist oss í helgum heimildum og áhrifun-
um á kynslóðirnar í 19 aldir; því að þótt menn og
þjóðir sjeu ennþá að stíga öfugspor villimenskunnar,
ágirndarinnar og grimdarinnar, þá eru Kristsáhrifin í
miljónum mannsálna orðin stórfeldari en svo — orðin
risavaxnari þáttur í sögu mannkynsins en svo, að það
fái nokkurt mannlegt ímyndunarafl gripið nje komið
orðum að.
En ef vjer eigum rjett á oss sem reikistjörnur, þá er
þar eigi aðeins um rjett, heldur og um skyldu að ræða.
Rjettindi og skyldur haldast í hendur hjá þeim, sem
kennast við ljós Krists. Vor háleitasta skylda — af því
að það er vor æðsta þörf — er að láta birtu leggja af
þekkingu vorri á dýrð Guðs. Skírðum, fermdum,